Sumar fréttir eru svo óvæntar og stórar, að allir muna, hvar þeir voru, þegar þeim bárust þær. Árið 1963 var ég tíu ára lestrarhestur á Laugarnesvegi 100. Hinar fjölmörgu bækur á heimili foreldra minna nægðu mér ekki, svo að ég laumaðist oft upp til vinafólks okkar í sama stigagangi og grúskaði í bókum. Ég sat […]
Hér hef ég rifjað upp, að Rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu varð þegar í febrúar 2009 vanhæf, eftir að einn nefndarmaður tilkynnti í bandarísku stúdentablaði, hverjar niðurstöður hennar yrðu. Óháð því má greina ýmsa galla á vinnubrögðum nefndarinnar. Af hverju voru yfirheyrslur nefndarinnar ekki opinberar og sjónvarpað beint frá þeim? Og af hverju eru gögn nefndarinnar […]
Sá Styrmir Gunnarsson, sem ég kynntist ungur, var ólíkur hinni opinberu mynd af Morgunblaðsritstjóranum, en hann átti að vera klækjarefur með alla þræði í hendi sér. Sá Styrmir, sem ég þekkti, hafði þrjár eiginleika til að bera í meira mæli en flestir aðrir: hann var trygglyndur, vinnusamur og tilfinninganæmur. Hann var um árabil einn nánasti […]
Skömmu eftir að Sigríður Benediktsdóttir var í árslok 2008 skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu, sagði hún í bandarísku stúdentablaði: „Mér finnst sem þetta sé niðurstaðan af öfgakenndri græðgi margra sem hlut eiga að máli og tómlátu andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit með fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöðugleika í landinu.“ Sigríður […]
Skömmu eftir að Sigríður Benediktsdóttir tók sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu sagði hún í blaðaviðtali: „Mér finnst sem þetta sé niðurstaðan af öfgakenndri græðgi margra sem hlut eiga að máli og tómlátu andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit með fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöðugleika í landinu.“ Sigríður átti auðvitað við Fjármálaeftirlitið, […]
Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins 2003–2017, gerir harða hríð að eftirmanni sínum, Páli Hreinssyni, í Morgunblaðinu 31. júlí 2021. Nefnir hann nokkur dæmi, þar sem hann telur dómstólinn undir forystu Páls draga taum norska ríkisins, en Páll hafi auk þess tekið að sér launaða ráðgjöf fyrir forsætisráðuneytið íslenska og skert með því sjálfstæði sitt. Ég þekki […]
Stefán Snævarr birti í gær grein í nettímaritinu Stundinni um skoðanir mínar á tengslum fasisma og sósíalisma. Hann segir þar: Frjálshyggjumaðurinn Ludwig von Mises lofsöng fasismann ítalska árið 1927 og sagði (í enskri þýðingu úr þýsku): “It cannot be denied that Fascism and similar movements aiming at the establishment of dictatorships are full of the best […]
Reynir Traustason birti í gær grein um mig í nettímaritinu Mannlífi. Margt er ónákvæmt eða rangt í þessari grein, og hefði honum verið í lófa lagið að hafa samband við mig til að fá staðreyndir málsins réttar. 1) Útivistardómurinn yfir mér í Bretlandi fyrir meiðyrði var ógiltur af þarlendum dómstólum, vegna þess að mér hafði ekki […]
Gögn úr skjalasafni bandaríska útgefandans Alfreds A. Knopfs, sem Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur hefur grafið upp og birt á Moggabloggi sínu, afsanna þá kenningu, að Bjarni Benediktsson og bandarískir erindrekar hafi í sameiningu komið í veg fyrir, að bækur Laxness yrðu gefnar út í Bandaríkjunum á dögum Kalda stríðsins. Knopf gaf Sjálfstætt fólk út 1946, […]
Nýlegar athugasemdir