Færslur fyrir ágúst, 2020

Laugardagur 29.08 2020 - 08:05

Hvað skýrir rithöfundarferil Snorra?

Eftir því sem ég skoða betur rithöfundarferil Snorra Sturlusonar, myndast skýrar tilgáta um hann í mínum huga. Hún er þessi: Snorri semur Eddu, áður en hann fer á fund Noregskonungs, í því skyni að endurvekja skáldskaparlistina, hefðbundna aðferð Íslendinga til að afla sér fjár og frama í konungsgarði. Þegar hann kemur til Noregs 1218, eru […]

Sunnudagur 23.08 2020 - 05:16

Popper og Ísland

Hér í blaðinu hef ég bent á, að sumir kunnustu heimspekingar sögunnar hafa minnst á Íslendinga. Rousseau sagði, að íslenskir námsmenn í Kaupmannahöfn yndu sér þar svo illa, að þeir ýmist vesluðust upp og gæfu upp öndina eða drukknuðu í sjó, þegar þeir ætluðu að synda aftur heim til Íslands. Marx og Engels völdu Íslendingum […]

Laugardagur 15.08 2020 - 07:13

Fyrra Samherjamálið: Tvær hliðstæður

Í ágúst 2020 birti Samherji myndband um fréttaflutning Ríkisútvarpsins af máli frá 2012, sem snerist um fiskverð og skilaskyldu og kalla mætti fyrra Samherjamálið til að greina það frá nýlegra máli, en það snýst um umsvif fyrirtækisins í Namibíu. Þrátt fyrir margra ára rannsókn í þessu fyrra máli var niðurstaða saksóknara sú, að ekki væri […]

Laugardagur 08.08 2020 - 17:43

Hin hliðin á sigrinum

Eitt af því, sem menn læra í grúski um söguna, er, að fleiri hliðar eru á henni en okkur voru kenndar í skólum. Enginn sagði okkur til dæmis frá því, að í lok seinna stríðs voru á milli tíu og fjórtán milljónir manna af þýskum ættum reknar til Þýskalands frá heimkynnum sínum í Austur-Prússlandi, Póllandi […]

Laugardagur 01.08 2020 - 11:00

Barn eða óvinur?

Norðurlandaþjóðir eru með réttu taldar einhverjar hinar ágætustu í heimi. Þess vegna verðum við hissa, þegar við rekumst á dæmi um hrottaskap eða lögleysur hjá þeim, svo sem þegar 62 þúsund manns voru gerð ófrjó, flestir án þess að vita af því eða gegn eigin vilja, í Svíþjóð árin 1935–1975 eða þegar Norðmenn settu í […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir