Færslur fyrir ágúst, 2021

Fimmtudagur 19.08 2021 - 18:15

Sjálfstæði dómarans

Carl Baudenbacher, forseti EFTA-dómstólsins 2003–2017, gerir harða hríð að eftirmanni sínum, Páli Hreinssyni, í Morgunblaðinu 31. júlí 2021. Nefnir hann nokkur dæmi, þar sem hann telur dómstólinn undir forystu Páls draga taum norska ríkisins, en Páll hafi auk þess tekið að sér launaða ráðgjöf fyrir forsætisráðuneytið íslenska og skert með því sjálfstæði sitt. Ég þekki […]

Þriðjudagur 10.08 2021 - 07:46

Leiðréttingar við grein Stefáns Snævarrs um mig

Stefán Snævarr birti í gær grein í nettímaritinu Stundinni um skoðanir mínar á tengslum fasisma og sósíalisma. Hann segir þar: Frjálshyggjumaðurinn Ludwig von Mises lofsöng fasismann ítalska árið 1927 og sagði (í enskri þýðingu úr þýsku): “It cannot be denied that Fascism and similar movements aiming at the establishment of dictatorships are full of the best […]

Þriðjudagur 10.08 2021 - 07:18

Leiðréttingar við grein Reynis Traustasonar um mig

Reynir Traustason birti í gær grein um mig í nettímaritinu Mannlífi. Margt er ónákvæmt eða rangt í þessari grein, og hefði honum verið í lófa lagið að hafa samband við mig til að fá staðreyndir málsins réttar. 1) Útivistardómurinn yfir mér í Bretlandi fyrir meiðyrði var ógiltur af þarlendum dómstólum, vegna þess að mér hafði ekki […]

Laugardagur 07.08 2021 - 06:01

Hvað sögðu ráðunautarnir?

Gögn úr skjalasafni bandaríska útgefandans Alfreds A. Knopfs, sem Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson fornleifafræðingur hefur grafið upp og birt á Moggabloggi sínu, afsanna þá kenningu, að Bjarni Benediktsson og bandarískir erindrekar hafi í sameiningu komið í veg fyrir, að bækur Laxness yrðu gefnar út í Bandaríkjunum á dögum Kalda stríðsins. Knopf gaf Sjálfstætt fólk út 1946, […]

Laugardagur 07.08 2021 - 06:00

Vegna skrifa í Viðskiptablaðinu

Margt er oft til í því, sem Týr skrifar í Viðskiptablaðið, en halda verður því til haga vegna nýlegra skrifa hans um mig, að Háskólinn fór aldrei eftir neinni kröfu um, að ég hætti að kenna. Sú krafa kom raunar aldrei fram á neinn hátt við mig. Þegar ég samdi fyrir nokkru um breytta tilhögun […]

Laugardagur 07.08 2021 - 05:58

Skorið úr ritdeilum

Flestar ritdeilur, sem háðar eru á Íslandi, líða út af, þegar þátttakendurnir þreytast, í stað þess að þeim ljúki með niðurstöðu. Svo er þó ekki um tvær ritdeilur, sem ég þekki til. Aðra háðu þeir Jón Ólafsson heimspekingur og Þór Whitehead sagnfræðingur á síðum tímaritsins Sögu árin 2007–2009. Í Moskvu hafði Jón fundið skjal, sem […]

Laugardagur 07.08 2021 - 05:56

Tvær þrálátar goðsagnir

Sumar goðsagnir virðast eiga sér mörg líf. Drengsmálið svokallaða 1921 snerist um það, að Ólafur Friðriksson, leiðtogi vinstri arms Alþýðuflokksins, hafði tekið með sér frá Rússlandi ungling, sem talaði rússnesku og þýsku, en Ólafur ætlaði honum að aðstoða sig við samskipti við hina alþjóðlegu kommúnistahreyfingu. Þegar unglingurinn reyndist vera með smitandi augnveiki, sem valdið getur […]

Laugardagur 07.08 2021 - 05:54

Eins einfalt og það lítur út fyrir að vera

Í heimsfaraldrinum hef ég haldið mig heima við, og þá hefur gefist tími til að lesa ýmsar ágætar bækur. Ein þeirra er sjálfsævisaga Árna Bergmanns, Eitt á ég samt, sem kom út fyrir nokkrum árum. Hún er lipurlega skrifuð eins og vænta mátti. Árni fór ásamt Arnóri Hannibalssyni til náms í Moskvu 1954. Í sjálfsævisögunni […]

Laugardagur 07.08 2021 - 05:53

Skammt öfga í milli

Undanfarið hef ég velt fyrir mér tengslum fasisma og annarra stjórnmálastefna, en í nýlegri ritgerð reyna þau Ragnheiður Kristjánsdóttir og Pontus Järvstad að spyrða saman Sjálfstæðisflokkinn og íslenska fasista á fjórða áratug síðustu aldar. Auðvitað voru þjóðernisstefna og andkommúnismi frá öndverðu snarir þættir í stefnu Sjálfstæðisflokksins, svo að sumir forystumenn hans höfðu samúð með Þjóðernishreyfingu […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir