Færslur fyrir september, 2019

Sunnudagur 29.09 2019 - 15:17

Utanríkisstefna Hannesar, Ólafs og Snorra

Jón Þorláksson lýsti viðhorfi samstarfsmanns síns, Hannesar Hafsteins ráðherra, til utanríkismála svo í Óðni 1923, að „hann vildi afla landinu þeirra sjálfstæðismerkja og þess sjálfstæðis, sem frekast var samrýmanlegt þeirri hugsun að halda vinfengi danskra stjórnmálamanna og fjármálamanna og áhuga þeirra fyrir að veita þessu landi stuðning í verklegri framfaraviðleitni sinni“. Hannes var Danavinur, hvorki […]

Sunnudagur 22.09 2019 - 11:49

Góð saga er alltaf sönn

Tveir fróðir menn hafa skrifað mér um síðasta pistil minn hér í blaðinu, en hann var um fræga sögu af orðaskiptum Kristjáns X., konungs Íslands og Danmerkur, og Jónasar Jónssonar frá Hriflu dómsmálaráðherra á steinbryggjunni í Reykjavík 25. júní 1930. Dóttursonur Jónasar, Sigurður Steinþórsson, segir afa sinn hafa sagt sér söguna svo: Konungur hafi spurt: […]

Miðvikudagur 18.09 2019 - 22:21

Þegar kóngur móðgaði Jónas

Í Fróðleiksmola árið 2011 velti ég því fyrir mér, hvers vegna Íslendingar settu kónginn af árið 1944, en létu sér ekki nægja að taka utanríkismál og landhelgisgæslu í sínar hendur, eins og tvímælalaust var tímabært. Ein skýringin var, hversu hranalegur Kristján konungur X. gat verið við Íslendinga. Sagði ég söguna af því, hvernig hann ávarpaði […]

Sunnudagur 08.09 2019 - 13:39

Bandaríkin ERU fjölbreytileiki

Ég kenndi nokkrum sinnum námskeiðið Bandarísk stjórnmál í félagsvísindadeild og hafði gaman af. Ég benti nemendum meðal annars á, að Guðríður Þorbjarnardóttir hefði verið fyrsta kona af evrópskum ættum til að fæða barn þar vestra, Snorra Þorfinnsson haustið 1008. Fyrirmynd Mjallhvítar í Disney-myndinni frægu hefði verið íslensk, Kristín Sölvadóttir úr Skagafirði, en unnusti hennar var […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir