Færslur fyrir nóvember, 2018

Laugardagur 24.11 2018 - 08:12

Prag 1948

Árið 2006 kom út kennslubók í sögu Íslands og umheimsins, Nýir tímar, ætluð framhaldsskólum. Höfundarnir voru sagnfræðingarnir Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson. Líklega eiga þeir vanmæli (understatement) allra tíma, þegar þeir segja á bls. 227, að Stalín hafi framkvæmt samyrkjustefnu sína „í óþökk mikils hluta bænda“. Sannleikurinn er sá, að Stalín knúði bændur til samyrkju […]

Miðvikudagur 21.11 2018 - 08:44

Hvað sagði ég í Ljubljana?

Ég sótti ráðstefnu í Ljúbljana, höfuðborg Slóveníu, dagana 13.-15. nóvember. Hún hét „Skuggahlið tunglsins“ og var um minningar þeirra þjóða Mið- og Austur-Evrópu, sem lentu undir stjórn kommúnista eftir seinni heimsstyrjöld. Fyrirlestur minn var um, hvernig raddir fórnarlambanna fengju að heyrast. Eins og Elie Wiesel sagði, drepur böðullinn alltaf tvisvar, í seinna skiptið með þögninni. […]

Laugardagur 10.11 2018 - 16:13

11. nóvember 1918

Á sunnudag eru hundrað ár liðin frá því að fulltrúar Þýskalands, Frakklands og Bretlands undirrituðu samning um vopnahlé í Compiègne-skógi í Norður-Frakklandi. Norðurálfuófriðnum mikla, sem staðið hafði frá hausti 1914, var lokið eftir óskaplegar mannfórnir. Áður en stríðið skall á, hafði verið friður í álfunni í heila öld. Menn gátu ferðast án vegabréfa um álfuna […]

Miðvikudagur 07.11 2018 - 08:49

Í köldu stríði

Árið 2014 sendi Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, frá sér bókina Í köldu stríði, þar sem hann sagði frá baráttu sinni og Morgunblaðsins í kalda stríðinu, sem hófst, þegar vestræn lýðræðisríki ákváðu að veita kommúnistaríkjunum í Mið- og Austur-Evrópu viðnám. Íslendingar gengu þá til liðs við aðrar frjálsar þjóðir, sem mynduðu með sér varnarbandalag, Atlantshafsbandalagið. […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir