Færslur fyrir febrúar, 2022

Laugardagur 26.02 2022 - 09:56

Sagnritun í anda Pútíns

Þegar Pútín Rússlandsforseti reynir að réttlæta yfirgang sinn í Úkraínu, heldur hann fram margvíslegum firrum um sögu Rússlands. Hann er ekki einn um það. Nokkrir íslenskir fræðimenn hafa flutt svipaðar söguskoðanir, eins og ég hef áður rakið á þessum vettvangi. Til dæmis skrifuðu sagnfræðingarnir Gunnar Karlsson og Sigurður Ragnarsson í Nýjum tímum, kennslubók fyrir framhaldsskóla […]

Laugardagur 19.02 2022 - 09:53

Hugleiðingar á afmælisdegi

Svo vill til, að ég á afmæli í dag, er orðinn 69 ára. Á slíkum dögum er tilefni til að staldra við og hugleiða lífið, tímabilið milli fæðingar og dauða, enda munum við ekki eftir fæðingunni og þurfum að þola dauðann. Hvað er eftirsóknarverðast í lífinu? Þegar ég hef rætt um þessa spurningu við nemendur […]

Laugardagur 19.02 2022 - 08:10

Rannsóknarskýrsla mín fyrir 2021

Við prófessorar þurfum að skila skýrslu 1. febrúar ár hvert um þær rannsóknir, sem við höfum stundað árið á undan. Hér er skýrsla mín. Bækur: Alþjóðleg ritrýnd útgáfa og innlend ritrýnd útgáfa með alþjóðlega skírskotun Communism in Iceland, 1918–1998. Reykjavik: Centre in Politics and Economics, The Social Science Research Centre, 2021. 160 bls. Bankahrunið 2008: Útdráttur […]

Laugardagur 12.02 2022 - 09:52

Saga sigurvegaranna?

Á Söguþingi 2012 kvartaði Skafti Ingimarsson undan því, að ég hefði í bók minni, Íslenskum kommúnistum 1918–1998, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, verið að skrifa sögu sigurvegaranna í Kalda stríðinu og afgreitt íslenska kommúnista (og vinstri sósíalista) sem erindreka erlends valds. Skilja þyrfti íslenska kommúnista í stað þess að fordæma þá. Þetta er hæpið. […]

Laugardagur 05.02 2022 - 09:52

Tvö ný rit mín

Árið 1961 komu með stuttu millibili út tvö rit eftir Matthías Johannessen, skáld og ritstjóra. Skömmu eftir útkomu hins síðari spurði Tómas Guðmundsson skáld hæversklega í bókabúð: „Hefur nokkurt rit eftir Matthías Johannessen komið út í dag?“ Þessi saga rifjaðist nýlega upp fyrir mér, því að í árslok 2021 gekk ég frá tveimur ritum, sem […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir