Færslur fyrir febrúar, 2021

Laugardagur 27.02 2021 - 08:42

Firrur Jóns Ólafssonar

Firrur eru hugmyndir, sem standast  bersýnilega ekki, ganga þvert gegn þeim veruleika, sem við höfum fyrir augunum, eða gegn röklegri hugsun. Nokkrar slíkar firrur getur að líta í verkum Jóns Ólafssonar heimspekikennara um sögu íslensku kommúnistahreyfingarinnar. Ein þeirra er, að þeir 23 Íslendingar, sem kommúnistaflokkurinn íslenski sendi á leyniskóla Kominterns, Alþjóðasambands kommúnistaflokka, í Moskvu árin […]

Mánudagur 22.02 2021 - 06:17

Brellur Jóns Ólafssonar

Ritdómur minn í Morgunblaðinu 10. desember 2020 um bók Kjartans Ólafssonar, Drauma og veruleika, varð Jóni Ólafssyni, aðalyfirlesara bókarinnar, tilefni til harðrar árásar á mig í Kjarnanum 14. desember fyrir „geðvonsku, smásmygli og öfund“, þótt hann nefndi að vísu ekki einasta dæmi um, að ég færi rangt með. En hann sagði af mér sögu. Hann […]

Fimmtudagur 18.02 2021 - 12:03

Brellur, firrur, gloppur, skekkjur og villur í verkum Jóns Ólafssonar

Jón Ólafsson hefur gefið út tvær bækur um sögu íslenskra kommúnista og vinstri sósíalista, Kæru félaga árið 1999 og Appelsínur frá Abkasíu árið 2012, og hann var aðalyfirlesari hinnar þriðju, Drauma og veruleika eftir Kjartan Ólafsson, sem birtist árið 2020. Jón hefur einnig birt nokkrar ritgerðir um íslensku kommúnistahreyfinguna. Þótt hann sé skólagenginn í heimspeki, […]

Laugardagur 13.02 2021 - 06:24

Nýfrjálshyggjan og tekjudreifingin

Í Morgunblaðinu 27. janúar 2021 kennir Ólafur Sigurðsson, fyrrverandi fréttamaður, nýfrjálshyggju um flest það, sem aflaga hefur farið í heiminum síðustu fimmtíu árin. En minna verður á, að þetta tímabil er eitthvert mesta framfaraskeið mannkynssögunnar: Fátækt hefur minnkað stórkostlega, hungurvofunni verið bægt frá þrátt fyrir ótal hrakspár um hið gagnstæða, barnadauði minnkað og margvísleg önnur […]

Laugardagur 06.02 2021 - 11:22

Nýfrjálshyggjan og lánsfjárkreppan

Í Morgunblaðinu 27. janúar 2021 kennir Ólafur Sigurðsson, fyrrverandi fréttamaður, nýfrjálshyggju um flest það, sem aflaga hefur farið í heiminum síðustu fimmtíu árin. Hann segir meðal annars, að hún hafi valdið lánsfjárkreppunni 2007–2009, en hún náði hámarki sínu haustið 2008 og hafði sem kunnugt er óskaplegar afleiðingar hér á Íslandi. Þetta er mikill misskilningur. Orsakir […]

Fimmtudagur 04.02 2021 - 06:35

Píslarsaga Jóns hin síðari

Í upphafi Málsvarnar Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem Einar Kárason rithöfundur færði í letur og kom út í janúar 2021, líkir hann málum gegn honum við Dreyfusarmálið franska, þegar franskur liðsforingi af gyðingaættum var hafður fyrir rangri sök um njósnir, jafnvel þótt yfirvöld vissu eða hefðu rökstuddan grun um, hver væri sekur. Þessi líking er fráleit. […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir