Færslur fyrir nóvember, 2019

Laugardagur 30.11 2019 - 19:41

Ritdómur um bók Øygards

Í 20. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt.“ Vitanlega gilda sömu hæfiskilyrði um setningu í embætti. Ef maður er vanhæfur til skipunar, þá er hann vanhæfur til setningar og það í eitt æðsta embætti landsins, þar sem öllu varðar að gæta hagsmuna þjóðarinnar gagnvart öðrum. Þegar vinstri stjórn Jóhönnu […]

Laugardagur 30.11 2019 - 10:50

Frá Poitiers

Dagana 14.–15. nóvember 2019 sat ég ráðstefnu í Poitiers í Frakklandi um Jan Valtin, öðru nafni Richard Krebs. Fáir kannast nú eflaust við þessi nöfn, en sjálfsævisaga Valtins, Úr álögum (Out of the Night), var metsölubók í Bandaríkjunum árið 1941 og olli áköfum deilum, því að þar sagði höfundur frá erindrekstri sínum fyrir alþjóðahreyfingu kommúnista. […]

Laugardagur 23.11 2019 - 07:05

Frá Vínarborg

Dagana 13.–14. nóvember 2019 sat ég ráðstefnu í Vínarborg um austurrísku hagfræðihefðina, sem Carl Menger var upphafsmaður að, en innan hennar störfuðu einnig Eugen von Böhm-Bawerk, einn skarpskyggnasti gagnrýnandi marxismans, Ludwig von Mises og Friedrich A. Hayek. Ég var beðinn um að flytja erindi á ráðstefnunni, og skoðaði ég hugmyndatengsl Mengers og Hayeks. Menger velti […]

Miðvikudagur 20.11 2019 - 14:26

Svör mín við þvargi Viktors Orra Valgarðssonar

Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur skrifaði á Facebook frá Bretlandi: Today in Iceland, several conservative commentators are making the case that bribery and tax evasion is not too serious, just a natural consequence of government being corrupt and hard-working rich people wanting to increase their profits, and that government ministers being in close relationships with those […]

Laugardagur 16.11 2019 - 07:22

Frá Kænugarði

Dagana 7.–10. nóvember 2019 sat ég ráðstefnu evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna, sem haldin var í Kænugarði í Úkraínu og helguð sambandi Úkraínu við önnur Evrópulönd. Ég var beðinn um að segja nokkur orð á ráðstefnunni, og benti ég fyrst á, að Ísland og Úkraína væru mjög ólík lönd, en bæði þó á útjaðri Evrópu. Ég […]

Laugardagur 09.11 2019 - 17:13

Við múrinn

Berlínarmúrinn féll fyrir réttum þrjátíu árum, en sigur Vesturveldanna í Kalda stríðinu var ekki síst að þakka festu, framsýni og hyggindum þeirra Ronalds Reagans og Margrétar Thatchers. Þó var sagt fyrir um þessi endalok löngu áður í bók, sem kom út í Jena í Þýskalandi 1922, Die Gemeinwirtschaft eftir Ludwig von Mises, en þar rökstuddi […]

Laugardagur 02.11 2019 - 14:33

Missagnir um Snorra

Undanfarnar vikur hef ég sökkt mér niður í rit eftir og um Snorra Sturluson og þá rekist á tvær þrálátar missagnir. Önnur er, að hann hafi í utanför sinni til Noregs og Svíþjóðar 1218–1220 heitið þeim Hákoni Hákonarsyni konungi og Skúla Bárðarsyni jarli að koma Íslandi undir Noregskonung. Þetta er gefið í skyn í ritum […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir