Færslur fyrir maí, 2018

Laugardagur 26.05 2018 - 10:16

Hvað segi ég í Kaupmannahöfn?

Á ráðstefnu Frelsisnetsins, Freedom Network, sem Atlas Foundation og fleiri aðilar efna til í Kaupmannahöfn 29.-30. maí 2018, kynni ég rit mitt, sem kom út hjá hugveitunni New Direction í Brussel árið 2016, The Nordic Models. Þar bendi ég á, að velgengni Norðurlanda er ekki vegna jafnaðarstefnu, heldur þrátt fyrir hana. Þessa velgengni má rekja […]

Laugardagur 19.05 2018 - 09:21

Hvað segi ég í Brüssel?

Á ráðstefnu Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, ACRE, um umhverfismál í Brüssel fimmtudaginn 24. maí 2018 kynni ég nýútkomið rit mitt, Green Capitalism (Grænan kapítalisma), og mæli með hófsamlegri verndun og nýtingu náttúrugæða í stað skilyrðislausrar friðunar þeirra. Meðal annars lýsi ég áhrifunum af bók Rachel Carsons, Raddir vorsins þagna. Höfundurinn andmælti skordýraeitrinu DDT af svo […]

Laugardagur 12.05 2018 - 07:21

Þokkafull risadýr

Í frægri smásögu lýsir George Orwell því þegar hann var lögregluþjónn í bresku nýlendunni Búrma og neyddist til að skjóta fíl sem hafði troðið niður bambuskofa, velt um sorpvagni og drepið mann. Birtist hún á íslensku í Rauðum pennum 1938 og í annarri þýðingu í greinasafninu Stjórnmálum og bókmenntum 2009. Sögumaður hugsar með sjálfum sér: […]

Laugardagur 05.05 2018 - 09:28

Marx 200 ára

Það sýnir yfirborðslega söguþekkingu og grunnan heimspekilegan skilning, ef tvö hundruð ára afmælis Karls Marx í dag, 5. maí 2018, er minnst án þess að víkja að þeirri sérstöðu hans á meðal heimspekinga, að reynt var að framkvæma kenningar hans um alræði öreiganna og afnám einkaeignarréttar í hálfum heiminum með hræðilegum afleiðingum: Rösklega hundrað milljón […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir