Færslur fyrir júlí, 2023

Laugardagur 29.07 2023 - 14:39

Norræna leiðin: Molesworth

Á dögunum rifjaði ég upp, að franski stjórnmálaheimspekingurinn Montesquieu hefði rakið hina vestrænu frjálshyggjuhefð til Norðurlanda, til hins norræna anda. Hann var ekki einn um það. Robert Molesworth var breskur aðalsmaður og Viggi, en svo nefndust stuðningsmenn byltingarinnar blóðlausu 1688, en hún var gerð til varnar fornum réttindum Englendinga og venjum, ekki til að endurskapa […]

Laugardagur 22.07 2023 - 09:55

Norræna leiðin: Montesquieu

Eftir að ég sótti málstofu um Montesquieu og aðra upplýsingarmenn átjándu aldar í Jórvík á Englandi í júní 2023, varð mér ljóst, að því hefur ekki verið veitt athygli á Íslandi, hvað heimspekingurinn franski hefur fram að færa um norrænar þjóðir. Því ber mjög saman við það, sem ég hef sagt um hinn norræna og […]

Laugardagur 15.07 2023 - 08:46

Westminster-höll, júní 2023

Breskur góðkunningi minn, Jamie Borwick, fimmti barón Borwick, var svo elskulegur að bjóða mér í hóf, sem hann hélt 28. júní 2023 í Cholmondeley-salnum í Westminster-höll, breska þinghúsinu, í tilefni þrjú hundruð ára afmælis Adams Smiths. Enginn veit með vissu, hvenær Adam Smith var fæddur, en hann var skírður 5. júní 1723, sem er venjulega […]

Laugardagur 08.07 2023 - 15:53

Jórvík, júní 2023

Skemmtilegt var að koma til Jórvíkur á Englandi í júníbyrjun 2023 og feta með því í fótspor Egils Skallagrímssonar, þótt mér finnist raunar Höfuðlausn, sem hann á forðum að hafa flutt Eiríki konungi blóðöx, grunsamlega ófornfálegt kvæði, ekki síst vegna hins suðræna endaríms. Gat Snorri hafa ort það sjálfur? Erindið til Jórvíkur var að vísu […]

Laugardagur 08.07 2023 - 15:50

Eskilstuna, júní 2023

Á sumarskóla fyrir unga íhaldsmenn á Norðurlöndum í Sundbyholm-höll við Eskilstuna 18. júní 2023 varpaði ég fram tveimur spurningum. Önnur var: Af hverju eiga íhaldsmenn að styðja frjálsan markað? Af því að hann er ekkert annað en vettvangur manna til að keppa að markmiðum sínum, þar á meðal þeim venjum og siðum, sem íhaldsmenn vilja […]

Laugardagur 08.07 2023 - 15:38

Ánægjuleg starfslokaráðstefna

Ekki verður annað sagt en Háskólinn hafi skilið virðulega við mig eftir 35 ára starf mitt í stjórnmálafræði. Hélt hann 180 manna starfslokaráðstefnu 12. maí, þar sem ellefu manns töluðu, en síðan var móttaka í húsakynnum skólans. Dr. Barbara Kolm, forstöðumaður Hayek-stofnunarinnar í Vín og varaformaður bankaráðs austurríska seðlabankans, talaði um trausta peninga. Prófessor Bruce […]

Laugardagur 08.07 2023 - 14:09

Helsinki, maí 2023

Helsinki er falleg og notaleg borg, með norrænu yfirbragði. Þar flutti ég erindi á ráðstefnu norrænna íhaldsstúdenta 20. maí 2023 um, hvað skildi norræna frjálshyggju frá sambærilegum stefnum í öðrum Evrópulöndum. Ég benti á, að norrænar þjóðir hefðu allt frá frumdögum germanskrar menningar átt sér hugmynd um sjálfstjórn einstakra ættbálka, sem farið hefði fram með því, […]

Laugardagur 08.07 2023 - 14:07

Fólksfjölgun og hlýnun jarðar

Íslandsvinurinn David D. Friedman flutti fróðlegt erindi á ráðstefnu, sem ég sótti í apríl 2023. Hann kvað fyrstu fræðigrein sína hafa verið um fólksfjölgun, en skoðanir á henni fyrir hálfri öld hefðu verið svipaðar og nú um hlýnun jarðar. Um mikla vá hefði átt að vera að ræða. Hann hefði komist að þeirri niðurstöðu, að ógerlegt […]

Laugardagur 08.07 2023 - 14:06

Óhappamenn frekar en friðflytjendur

Al Gore þakker sér netið, eins og alræmt er, og nú fer Ólafur Ragnar Grímsson ískyggilega nálægt því að eigna sér frið í heiminum. Sagði hann í viðtali við Sjónvarpið 14. maí, að frumkvæði sex þjóðarleiðtoga árið 1984, sem hann kom að, þótt hann væri ekki einn leiðtoganna, hefði mjög stuðlað að friði. Þetta er […]

Laugardagur 08.07 2023 - 14:04

Lissabon, apríl 2023

Á fjölmennri ráðstefnu evrópskra frjálshyggjustúdenta í Lissabon 22.–23. apríl var sérstök dagskrá helguð mér í tilefni sjötugsafmælis míns og starfsloka í Háskóla Íslands. Robert Tyler, sérfræðingur í hugveitunni New Direction í Brüssel, ræddi við mig. Ég sagði samkomunni, að þrjár bækur hefðu haft mest áhrif á mig ungan, The Gulag Archipelago eftir Aleksandr Solzhenítsyn, The Open Society […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir