Færslur fyrir september, 2021

Laugardagur 25.09 2021 - 09:32

Er vinstrið að sækja í sig veðrið?

Vinstrið hefur víða sótt í sig veðrið þrátt fyrir herfilegan ósigur í sögulegum átökum tuttugustu aldar. Hvað veldur? Ein skýringin er, að ekki virðist lengur til sameiginlegur óvinur, sem sameinast megi gegn, eins og alræðisstefna nasista og kommúnista var. Önnur skýringin tengist hinni fyrstu. Sósíalisminn hafði hvarvetna mistekist hrapallega, og smám saman tóku vinstri flokkar […]

Laugardagur 18.09 2021 - 09:30

Hvers vegna gelti hundurinn ekki?

Í smásögu um leynilögreglumanninn Sherlock Holmes, Silver Blaze, sem hlotið hefur heitið Verðlauna-Blesi á íslensku, hverfur verðmætur veðreiðahestur um nótt. Holmes hefur orð á því við fákænan lögregluþjón, að framferði varphundsins í hesthúsinu um nóttina hafi verið merkilegt. En hundurinn gerði ekkert um nóttina, segir lögregluþjónninn undrandi. Það er einmitt það, sem er sérstakt, svarar […]

Laugardagur 11.09 2021 - 03:02

Fyrir tuttugu árum

Sumar fréttir eru svo óvæntar og stórar, að allir muna, hvar þeir voru, þegar þeim bárust þær. Árið 1963 var ég tíu ára lestrarhestur á Laugarnesvegi 100. Hinar fjölmörgu bækur á heimili foreldra minna nægðu mér ekki, svo að ég laumaðist oft upp til vinafólks okkar í sama stigagangi og grúskaði í bókum. Ég sat […]

Föstudagur 03.09 2021 - 12:13

Styrmir Gunnarsson

Sá Styrmir Gunnarsson, sem ég kynntist ungur, var ólíkur hinni opinberu mynd af Morgunblaðsritstjóranum, en hann átti að vera klækjarefur með alla þræði í hendi sér. Sá Styrmir, sem ég þekkti, hafði þrjár eiginleika til að bera í meira mæli en flestir aðrir: hann var trygglyndur, vinnusamur og tilfinninganæmur. Hann var um árabil einn nánasti […]

Föstudagur 03.09 2021 - 12:11

Tómlátt andvaraleysi?

Skömmu eftir að Sigríður Benediktsdóttir var í árslok 2008 skipuð í rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu, sagði hún í bandarísku stúdentablaði: „Mér finnst sem þetta sé niðurstaðan af öfgakenndri græðgi margra sem hlut eiga að máli og tómlátu andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit með fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöðugleika í landinu.“ Sigríður […]

Föstudagur 03.09 2021 - 12:10

Hallað á tvo aðila

Skömmu eftir að Sigríður Benediktsdóttir tók sæti í Rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu sagði hún í blaðaviðtali: „Mér finnst sem þetta sé niðurstaðan af öfgakenndri græðgi margra sem hlut eiga að máli og tómlátu andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit með fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöðugleika í landinu.“ Sigríður átti auðvitað við Fjármálaeftirlitið, […]

Föstudagur 03.09 2021 - 03:01

Vinnubrögð Rannsóknarnefndarinnar

Hér hef ég rifjað upp, að Rannsóknarnefnd Alþingis á bankahruninu varð þegar í febrúar 2009 vanhæf, eftir að einn nefndarmaður tilkynnti í bandarísku stúdentablaði, hverjar niðurstöður hennar yrðu. Óháð því má greina ýmsa galla á vinnubrögðum nefndarinnar. Af hverju voru yfirheyrslur nefndarinnar ekki opinberar og sjónvarpað beint frá þeim? Og af hverju eru gögn nefndarinnar […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir