Færslur fyrir júlí, 2018

Laugardagur 28.07 2018 - 09:51

Þarf prófessorinn að kynnast sjálfum sér?

Á Apollón-hofinu í Delfí er ein áletrunin tilvitnun í Sólon lagasmið, Kynnstu sjálfum þér. Þetta var eitt af heilræðum vitringanna sjö í Forn-Grikklandi. Ég er hræddur um, að einn samkennari minn, Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor, hafi lítt skeytt um slík sjálfskynni. Hann skrifar andsvar í tímaritið Econ Watch við ritgerð eftir mig um stjórnarstefnuna 1991–2004. Þar […]

Mánudagur 23.07 2018 - 07:27

Söguskýringar prófessors

Árið 2017 birti ég yfirlitsgrein í tveimur hlutum í bandaríska tímaritinu Econwatch um frjálshyggju á Íslandi. Fyrri hlutinn var um frjálshyggju á 19. og 20. öld, þar á meðal verk Jóns Sigurðssonar, Arnljóts Ólafssonar, Jóns Þorlákssonar og Ólafs Björnssonar. Seinni hlutinn var um hinar víðtæku umbætur í frjálsræðisátt árin 1991-2004: Hagkerfið hér mældist hið 26. […]

Laugardagur 07.07 2018 - 10:47

Knattspyrnuleikur eða dagheimili?

Þegar ég fylgdist með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu 2018, rifjaðist upp fyrir mér samanburður, sem Ólafur Björnsson, hagfræðiprófessor og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði á hægri- og vinstristefnu á ráðstefnu Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 18. mars 1961. Hægrimenn teldu, að ríkið ætti að gegna svipuðu hlutverki og dómari og línuverðir í knattspyrnuleik. Það skyldi sjá um, að fylgt […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.

Verk hans, Kjarni málsins. Fleyg orð á íslensku, 992 bls. tilvitnanasafn, var gefið út af Bókafélaginu í nóvemberbyrjun 2010. Árið 2009 komu út eftir hann 828 blaðsíðna þýðing á Svartbók kommúnismans (Livre noir du communisme) á vegum Háskólaútgáfunnar og 160 bls. bók, Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, sem Bókafélagið gaf út.Nýjustu verk hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann vinnur nú að skýrslu á ensku fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti í íslenska bankahruninu.

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir