Færslur fyrir apríl, 2018

Laugardagur 28.04 2018 - 11:34

Skrafað um Laxness

Á fundi Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála fimmtudaginn 26. apríl síðastliðinn flutti ég erindi um nýútkomið rit mitt, Totalitarianism in Europe: Three Case Studies, Alræði í Evrópu: Þrjár rannsóknir. Ein rannsóknin var á stjórnmálaafskiptum stalínistans Halldórs K. Laxness, beittasta penna alræðisstefnunnar á Íslandi. Ég sagði ýmsar sögur af Laxness, sem eru ekki á allra vitorði, til […]

Laugardagur 21.04 2018 - 10:44

Þrjár örlagasögur

Út er komið eftir mig ritið Totalitarianism in Europe: Three Case Studies, Alræði í Evrópu: Þrjár rannsóknir, og kynni ég það á fundi í Háskólatorgi, stofu 101 (Ingjaldsstofu), fimmtudaginn 26. apríl klukkan fimm.Fyrsta rannsóknin er á örlögum svissnesku gyðingakonunnar Elinor Lipper, en útdrættir úr metsölubók eftir hana um ellefu ára vist í þrælakistum Stalíns birtust […]

Laugardagur 14.04 2018 - 10:57

Grafir án krossa

Eistlendingar héldu snemma á þessu ári upp á að 100 ár eru liðin frá því að þeir urðu fullvalda. En þeir voru svo óheppnir að næstu nágrannar þeirra eru Þjóðverjar og Rússar. Þýskar riddarareglur og rússneskir keisarar kúguðu þjóðina á víxl öldum saman og stundum í sameiningu. Hún var aðeins fullvalda til 1940 og síðan […]

Laugardagur 07.04 2018 - 08:18

Málið okkar

Furðu sætir, að sumir blaðamenn, sem hafa valið sér það starf að semja texta, skuli ekki vanda sig betur. Enskan skín sums staðar í gegn, til dæmis þegar þeir skrifa, að einhverjir hafi tekið eigið líf, í stað þess að þeir hafi stytt sér aldur eða ráðið sér bana. Og þeir nota ekki umritunarreglur úr […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.

Verk hans, Kjarni málsins. Fleyg orð á íslensku, 992 bls. tilvitnanasafn, var gefið út af Bókafélaginu í nóvemberbyrjun 2010. Árið 2009 komu út eftir hann 828 blaðsíðna þýðing á Svartbók kommúnismans (Livre noir du communisme) á vegum Háskólaútgáfunnar og 160 bls. bók, Áhrif skattahækkana á hagvöxt og lífskjör, sem Bókafélagið gaf út.Nýjustu verk hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann vinnur nú að skýrslu á ensku fyrir fjármálaráðuneytið um erlenda áhrifaþætti í íslenska bankahruninu.

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir