Færslur fyrir september, 2023

Laugardagur 30.09 2023 - 04:54

Dráp Kambans

Á dögunum birti Guðmundur Magnússon sagnfræðingur fróðlega grein í Morgunblaðinu um dráp íslenska skáldsins Guðmundar Kambans í Kaupmannahöfn vorið 1945. Er þar í fyrsta skipti upplýst um drápsmanninn. Hann var Egon Alfred Højland, sem hafði ungur gerst róttækur og barist með lýðveldishernum í spænska borgarastríðinu (sjá Aktuelt 18. júlí 1986). Síðan var Højland virkur í […]

Laugardagur 23.09 2023 - 05:22

Tvenn örlagarík mistök

Mistök stjórnmálamanna eru sjaldnast mælanleg: allt orkar tvímælis, þá er gert er. Ég hef þó rifjað upp tvenn mistök íslenskra stjórnmálamanna, þegar Valtýr Guðmundsson hélt árið 1901 til streitu úreltri hugmynd um ráðgjafa í Kaupmannahöfn, þótt ný stjórn í Danmörku vildi samþykkja ráðgjafa í Reykjavík, og þegar Svavar Gestsson samdi árið 2009 af sér um […]

Laugardagur 16.09 2023 - 05:59

Mælanleg mistök

Stjórnmálamenn geri sjaldan mælanleg mistök, því að venjulega má þræta um, hvað átt hefði að gera við einhverjar aðstæður. Þeir geta oftast bjargað sér með hliðarsögum eða eftiráskýringum. Ég hef þó í grúski mínu rekist á margvísleg mistök eða alvarlega dómgreindarbresti. Hér ætla ég að rifja upp tvö íslensk dæmi. Fyrsti dómgreindarbresturinn var strax eftir […]

Laugardagur 09.09 2023 - 09:51

Norrænar lausnir

Fæstir vita, að Norðurlandabúar hafa leyst ýmis mál friðsamlega, sem vafist hafa fyrir öðrum: 1. Friðsamlegur aðskilnaður. Grundtvig gamli orti, að þjóðin væri þeir, sem vildu vera þjóð. En hvað gerist, þegar einhver hópur vill ekki deila ríki með öðrum? Norðurlönd eiga svarið. Norðmenn og Svíar skildust að 1905, Finnar og Rússar 1917 og Íslendingar […]

Sunnudagur 03.09 2023 - 12:42

Upprifjun um alræmdan sjónvarpsþátt

Sjónvarpið sendi 31. ágúst 1984 út umræðuþátt með hinum heimskunna hagfræðingi Milton Friedman og þremur íslenskum vinstri mönnum, og er hann aðgengilegur á Youtube. Vinstri mennirnir gerðu sitt besta, en höfðu þó lítt roð við Friedman. Einn þeirra, Stefán Ólafsson félagsfræðingur, bryddaði upp á máli, sem ekki var síðan rætt í þaula, því að umræðurnar færðust […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir