Laugardagur 16.09.2023 - 05:59 - Rita ummæli

Mælanleg mistök

Stjórnmálamenn geri sjaldan mælanleg mistök, því að venjulega má þræta um, hvað átt hefði að gera við einhverjar aðstæður. Þeir geta oftast bjargað sér með hliðarsögum eða eftiráskýringum. Ég hef þó í grúski mínu rekist á margvísleg mistök eða alvarlega dómgreindarbresti. Hér ætla ég að rifja upp tvö íslensk dæmi.

Fyrsti dómgreindarbresturinn var strax eftir aldamótin 1900, þegar hinn hæfileikaríki stjórnmálamaður dr. Valtýr Guðmundsson var á góðri leið með að sigra í valdabaráttunni á Íslandi. Hann hafði barist fyrir íslenskum ráðgjafa með búsetu í Kaupmannahöfn og taldi Dani ekki vilja ganga lengra til móts við sjálfstæðiskröfur Íslendinga. Á meðan Alþingi var að afgreiða frumvarp þess efnis árið 1901, barst frétt um stjórnarskipti í Kaupmannahöfn, og væri hin nýja stjórn líkleg til að samþykkja ráðgjafa í Reykjavík, heimastjórn. Valtýr breytti hins vegar ekki um stefnu, heldur hélt frumvarpi sínu til streitu. Í næstu kosningum sigruðu Heimastjórnarmenn undir forystu Hannesar Hafsteins, sem varð fyrsti íslenski ráðherrann með búsetu í Reykjavík.

Annar dómgreindarbresturinn var í Icesave-málinu árið 2009. Íslendingar sendu tungulipran uppgjafamarxista, Svavar Gestsson, til að semja við Breta um málið, en þeir töldu hafa stofnast til greiðsluskyldu íslenska ríkisins vegna viðskipta Landsbankans við breska sparifjáreigendur. Svavar samdi illilega af sér, ekki síst um veð og vexti lánsins, sem veita átti Íslendingum, svo að þeir gætu sinnt þeirri greiðsluskyldu, sem Bretar töldu vera. Hann sagðist í blaðaviðtölum ekki hafa nennt að hafa þetta mál hangandi yfir sér! Strax eftir að forsetinn neitaði að skrifa undir samninginn, svo að leggja varð hann í þjóðaratkvæði, buðu Bretar miklu betri kjör. Þeir sönnuðu með því handvömm Svavars. Nokkru síðar gerði hinn þaulreyndi lögfræðingur Lee Buchheit miklu hagstæðari samning, þótt þjóðin hafnaði honum líka. Buchheit-samningurinn sýndi enn skýrar handvömm Svavars. EFTA-dómstóllinn komst síðan að þeirri augljósu niðurstöðu árið 2013, að íslenska ríkið hefði enga greiðsluskyldu vegna viðskipta einkaaðila sín í milli.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 16. september 2023.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af núlli og fimm? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir