Færslur fyrir desember, 2018

Sunnudagur 30.12 2018 - 06:48

Rannsóknarskýrsla mín fyrir 2018

[Ég þarf að gera rannsóknarskýrslu fyrir Háskólann á hverju ári og fer hér í skýrslunni fyrir 2018 eftir flokkun hans:]   Alþjóðleg ritrýnd útgáfa og innlend ritrýnd útgáfa með alþjóðlega skírskotun: Totalitarianism in Europe: Three Case Studies. Brüssel: ACRE [Alliance of Conservatives and Reformists in Europe] 2018.   Ritgerðir í ritrýndum erlendum fræðitímaritum: Icelandic Liberalism and […]

Sunnudagur 30.12 2018 - 06:35

Heimurinn fer batnandi!

Ísland væri best allra landa, ef ekki væri fyrir veðrið og nöldrið. Líklega ætti dimmustu vetrarmánuðina að bæta við þriðja bölinu, sem okkur hrjáir, myrkrinu. En þá mætti minna á tvær nýlegar og læsilegar bækur frá Almenna bókafélaginu, Heimur batnandi fer eftir breska dýrafræðinginn og metsöluhöfundinn dr. Matt Ridley, sem situr í lávarðadeild breska þingsins, […]

Laugardagur 22.12 2018 - 12:35

Hrópleg þögn

Rómverski mælskugarpurinn Cicero sagði: „Cum tacent clamant.“ Með þögninni er hrópað. Og fræg eru þau ummæli dr. Björns Sigfússonar háskólabókavarðar í formála Ljósvetninga sögu, að þögnin væri fróðleg, þó að henni mætti ekki treysta um hvert einstakt atriði. Ýmis dæmi eru til á Íslandi um þögn, sem er í senn hrópleg og fróðleg. Eitt er […]

Laugardagur 15.12 2018 - 11:11

Tilboðið sem Sagnfræðingafélagið hafnaði

Til gamans birti ég hér nýleg bréfaskipti mín og Sagnfræðingafélagsins. Það hafði sent út svofellt boð um hádegisfyrirlestra: Sagnfræðingafélag Íslands kallar eftir tillögum að erindum fyrir hádegisfyrirlestraröð félagsins í Þjóðminjasafninu á vormisseri 2019. Í haust féll merkilegur dómur í Hæstarétti Íslands þegar fimm sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu svokallaða voru sýknaðir eftir endurupptöku málsins. Guðmundar- […]

Laugardagur 15.12 2018 - 10:56

Þingmönnum útskúfað 1939

Af sérstöku tilefni var rifjað upp á dögunum að eftir árás Rauða hersins á Finnland í árslok 1939 var þingmönnum Sósíalistaflokksins útskúfað því að þeir neituðu ólíkt öðrum þingmönnum að fordæma árásina og mæltu henni jafnvel bót. Virtu aðrir þingmenn þá ekki viðlits og gengu út þegar þeir héldu ræður. Þorri almennings og þingmanna hafði […]

Laugardagur 15.12 2018 - 10:52

Vegurinn og þokan

Tékkneski rithöfundurinn Milan Kundera notar snjalla líkingu til að lýsa vegferð okkar. Á veginum sjáum við sæmilega það, sem er framundan og nálægt okkur, viðmælendur okkar og ef til vill eitt til tvö hundruð metrum lengra. Það, sem fjær er, sést að vísu ekki í myrkri, heldur þoku. En þegar við horfum um öxl, sjáum […]

Laugardagur 15.12 2018 - 10:46

Hvað hugsuðu þeir 1. desember 1918?

Í dag gefur Almenna bókafélagið út ræðusafnið Til varnar vestrænni menningu í tilefni 100 ára fullveldis. Þrjú þeirra skálda, sem eiga þar ræður, sóttu Menntaskólann í Reykjavík veturinn 1918-1919, stóðu í Bakarabrekkunni 1. desember 1918 og horfðu á, þegar ríkisfáninn íslenski var í fyrsta sinn dreginn að hún, en um leið dundi við 21 fallbyssuskot […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir