Færslur fyrir júní, 2021

Mánudagur 28.06 2021 - 08:37

Hreyfing og flokkur þjóðernissinna

Sagnfræðingarnir Ragnheiður Kristjánsdóttir og Pontus Järvstad draga upp ranga mynd af fasisma á Íslandi í framlagi til bókarinnar Anti-Fascism in the Nordic Countries, sem kom út hjá Routledge árið 2019. Þau tala í fyrsta lagi um nasisma, ekki fasisma, en í þágu efnislegrar umræðu er eðlilegast að hafa orðið „nasisma“ aðeins um hið þýska afbrigði […]

Mánudagur 28.06 2021 - 08:36

Í Escorial-höll

Iðulega skilja fallnir óvinir frelsisins eftir sig stórhýsi, sem sjálfsagt er að nýta. Eftir fall kommúnismans í Póllandi var kauphöll hýst í fyrrverandi bækistöðvum kommúnistaflokksins. Ég býð stundum til útgáfuhófa í Rúblunni að Laugavegi 18. Og nú á dögunum kenndi ég á sumarskóla tveggja evrópskra frjálshyggjustofnana, sem haldinn var í Escorial-höll nálægt Madrid. Filippus II. […]

Mánudagur 28.06 2021 - 08:32

Styrkjasósíalisminn

Á árum áður mátti gera greinarmun á tveimur tilraunum til að endurskapa skipulagið, rússneskum vinnubúðasósíalisma og sænskum vöggustofusósíalisma. Rússnesku sósíalistarnir vildu breyta þjóðskipulaginu í risastórar vinnubúðir, þar sem þeir segðu sjálfir fyrir verkum. Þeir, sem óhlýðnuðust, voru skotnir eða sveltir til bana. Sænskir sósíalistar sáu hins vegar þjóðskipulagið fyrir sér eins og vöggustofu, þar sem […]

Mánudagur 28.06 2021 - 08:30

Dr. Valtýr og Kristján konungur

Það vakti athygli mína, þegar ég las Íslandsdagbækur Kristjáns X., konungs Íslands 1918–1944, var, að hann hitti stundum til skrafs og ráðagerða dr. Valtý Guðmundsson, sem kenndi sögu og bókmenntir Íslands í Kaupmannahafnarháskóla. Kann það að vera ein skýringin á andúð konungs á Hannesi Hafstein, sem skín af dagbókunum, en um skeið öttu þeir Valtýr […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir