Færslur fyrir nóvember, 2020

Laugardagur 28.11 2020 - 07:03

Nýr Birkiland?

Árið 1948 gaf Jóhannes S. Birkiland út bókina Harmsögu æfi minnar: Hvers vegna ég varð auðnuleysingi. Þjóðin brosti, ef til vill ekki alltaf góðlátlega, og Megas söng um hann vísur. Árið 2020 gefur Ólína Þ. Kjerúlf út bókina Spegil fyrir skuggabaldur: atvinnubann og misbeiting valds. Undirtitill hennar gæti verið: Hvers vegna enginn vill ráða mig […]

Laugardagur 28.11 2020 - 06:52

Til varnar Halldóri Laxness

Vandséð er, hvaða greiði Halldóri Laxness er gerður með því að efna til umræðna um skattframtöl hans og gjaldeyrisskil á fimmta áratug síðustu aldar, en upp komst árið 1947, að hann hefði brotið þágildandi reglur á Íslandi og hvorki talið hér fram tekjur sínar í Bandaríkjunum né skilað gjaldeyri, sem hann hafði aflað sér þar […]

Laugardagur 21.11 2020 - 08:17

Nozick og íþróttakappinn

Fyrir viku minntist ég hér á bandaríska heimspekinginn Robert Nozick, sem átt hefði afmæli 16. nóvember. Ég kynntist honum nokkuð, og hann var stórkostlegur maður. Hann samdi snjalla dæmisögu um, hvernig hugmyndir jafnaðarmanna um tekjudreifingu rekast á frelsi. Setjum svo, að þeim hafi tekist í landi einu að koma á tekjudreifingu T1, sem þeir telji […]

Laugardagur 14.11 2020 - 09:01

Ánægjuvél Nozicks

Næsta mánudag á bandaríski heimspekingurinn Robert Nozick afmæli. Hann fæddist 16. nóvember 1938 og lést langt fyrir aldur fram 23. janúar 2002. Í væntanlegri bók á ensku um frjálslynda og íhaldssama stjórnmálahugsuði segi ég frá kynnum okkar, en við áttum merkilegar samræður um heima og geima. Bók Nozicks, Stjórnleysi, ríki og staðleysur (Anarchy, State and […]

Laugardagur 07.11 2020 - 05:37

Dreifstýrð Bandaríki

Fréttnæmast við úrslit kosninganna í Bandaríkjunum er ef til vill, hversu langt þau voru frá spádómum allra spekinganna, sem birst hafa á sjónvarpsskjám um allan heim og endurtekið tuggur hver frá öðrum. Þegar þetta er skrifað, virðast Lýðveldissinnar (Repúblikanar) hafa haldið velli í Öldungadeildinni og unnið nokkur sæti í Fulltrúadeildinni, og forsetaefni þeirra bíður nauman […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir