Færslur fyrir ágúst, 2023

Laugardagur 26.08 2023 - 14:55

Gamansemi Grundtvigs um Íslendinga

Einn merkasti Dani allra tíma var Nikolaj F. S. Grundtvig, prestur, sálmaskáld, fornfræðingur, þýðandi, skólamaður, stjórnmálakappi og þjóðmálafrömuður. Hann lagði líklega mest allra af mörkum við að skilgreina og jafnvel skapa danska þjóðarsál, en tvær göfugustu birtingarmyndir hennar voru, þegar öll danska þjóðin tók höndum saman árið 1943 um að bjarga dönskum Gyðingum undan hrammi […]

Laugardagur 12.08 2023 - 06:52

Þrír norrænir spekingar

Norðurlandaþjóðir þurftu ekki að sækja frjálshyggju til annarra. Margar hugmyndir hennar voru rótgrónar á Norðurlöndum. Íslenski sagnritarinn Snorri Sturluson (1179–1241) lýsti því í Heimskringlu, hvernig Norðurlandaþjóðir leiddu eins og aðrar germanskar þjóðir mál til lykta á samkomum, og urðu konungar að beygja sig fyrir lögunum og samþykktum alþýðu. Ella voru þeir settir af. Snorri var […]

Laugardagur 05.08 2023 - 08:00

Undrunarefni Sigurðar

Englendingar eru stoltir af því, að með þeim mynduðust snemma venjur, sem stuðluðu að frjálslyndu lýðræði: allir væru jafnir fyrir lögum, en fulltrúasamkomur veittu konungum aðhald. Í merkri ritgerð í ritinu Nordic Democracy árið 1981 bendir prófessor Sigurður Líndal þó á, að Norðurlandaþjóðir bjuggu við svipaðar venjur. Þegar í fornöld lýsti rómverski sagnritarinn Tacitus því, […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir