Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 30.05 2020 - 14:14

Þriðji frumburður móðurinnar

Í frjálsum löndum leyfist okkur að hafa skoðanir, en rökfræðin bannar okkur þó að lenda í mótsögn við okkur sjálf. Þriðji frumburður móður er ekki til, aðeins frumburðurinn eða þriðja barnið. Á Íslandi eru þrjár mótsagnir algengar í stjórnmálaumræðum. 1. Sumir segjast vera jafnaðarmenn, en berjast gegn tekjuskerðingu bóta, til dæmis barnabóta eða ellilífeyris frá […]

Laugardagur 23.05 2020 - 09:59

Gleymdi maðurinn

Þegar menn keppast við að leggja á ráðin um aukin ríkisútgjöld, að því er virðist umhugsunarlaust, er ekki úr vegi að rifja upp frægan fyrirlestur, sem bandaríski félagsfræðingurinn William Graham Sumner hélt í febrúar 1883 um „gleymda manninn“. Sumner bendir þar á, hversu hlutdræg athyglisgáfa okkar er. Hið nýja og óvænta er fréttnæmt, annað ekki. […]

Laugardagur 16.05 2020 - 09:47

Þveræingar og Nefjólfssynir

Allt frá árinu 1024 hefur mátt skipta Íslendingum í Þveræinga og Nefjólfssyni. Þetta ár sendi Ólafur digri Noregskonungur íslenskan hirðmann sinn, Þórarin Nefjólfsson, til landsins í því skyni að auka hér ítök sín. Mælti Þórarinn fagurlega um kosti konungs á Alþingi. Einar Þveræingur svaraði því til, að Ólafur digri kynni að vera kostum prýddur. Hitt […]

Laugardagur 09.05 2020 - 06:51

Vörn gegn veiru

Svo virðist sem veirufaraldrinum sé hér að linna, þótt hann geisi enn víða erlendis. Hvað situr eftir? Ég hef áður leitt rök að því, að frelsisunnendur hljóta að sætta sig við þá skerðingu á frelsi, sem nauðsynleg er til að minnka smit. Frelsið er ekki frelsi til að bera smit, hvorki egypsku augnveikina haustið 1921 […]

Laugardagur 02.05 2020 - 09:55

Norræn hugsun í Las Vegas

Dagana 3.–6. apríl á þessu ári átti ég að sitja ráðstefnu APEE, Samtaka um einkaframtaksfræðslu, í Las Vegas. Ég ætlaði að hafa framsögu og stjórna umræðum á málstofu um norræna frjálshyggju. Í framsöguerindi mínu, sem var vegna veirufaraldursins í heiminum aldrei flutt, rifjaði ég upp, að margar stjórnmálahugmyndir frjálslyndra manna mætti greina í ritum Snorra […]

Laugardagur 25.04 2020 - 12:17

Farsóttir og einkaframtak

Talið er, að um 500 milljónir manna eða þriðjungur jarðarbúa árið 1918 hafi smitast af spánsku veikinni og af þeim hafi um tíu af hundraði látist, um 50 milljónir manna. Ein skýringin á því, hversu skæð veikin varð, var fátæktin á þeim tíma, vannæring, þéttbýli í lökum húsakynnum og skortur á hreinlæti. Við búum sem […]

Laugardagur 18.04 2020 - 07:21

Farsóttir og frelsi

John Stuart Mill setti fram þá reglu, að ríkið mætti ekki skerða frelsi einstaklinga nema í sjálfsvarnarskyni. Samkvæmt þeirri reglu má ríkið vitanlega reyna að koma í veg fyrir smit, þegar drepsótt geisar, með því til dæmis að skylda Íslendinga til að fara í sóttkví, leiki grunur á því, að þeir beri í sér drepsóttina, […]

Laugardagur 11.04 2020 - 06:14

Farsóttir og samábyrgð

Eitt frægasta málverk Rembrandts er Næturverðirnir. Það sýnir nokkra næturverði ganga fylktu liði um hollenska borg. Þetta málverk er táknrænt um eðlilegt hlutverk ríkisins. Það á eins og næturverðir Rembrandts að vernda okkur gegn ofbeldisseggjum, sem læðast að okkur í skjóli myrkurs, hvort sem þeir koma frá öðrum löndum eins og innrásarherir eða úr okkar […]

Laugardagur 04.04 2020 - 21:14

Áhrif Snorra

Því dýpra sem ég sekk mér niður í rit Snorra Sturlusonar, því líklegra virðist mér, að hann hafi samið þrjú höfuðrit sín í sérstökum tilgangi. Eddu samdi hann til að reyna að endurvekja skáldskaparlistina, sem hafði verið útflutningsvara Íslendinga öldum saman. Snorri hefur tekið hana saman, áður en hann fór í fyrri ferð sína til […]

Miðvikudagur 01.04 2020 - 17:07

Bestu og verstu forsetar Bandaríkjanna

Ég gat ekki stillt mig um að leggja orð í belg á vegg samkennara míns, Ólafs Þ. Harðarsonar, sem greint hafði frá niðurstöðu bandarískra sagnfræðinga um verstu og bestu forsetana (bestur væri Lincoln, en verstur Trump, og hafa þessir vitringar ekki heyrt af því, að dag skal að kveldi lofa, auðvitað átti ekki að taka […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann hefur síðan gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir