Dr. Gabriel Stein, fjárfestir í Lundúnum, flutti erindi á málstofu Hagfræðistofnunar mánudaginn 7. apríl 2025. Að því loknu fengum við okkur kaffi í Hámu, matstofu Háskólans. Að borði okkar komu tvö kurteis ungmenni, piltur og stúlka, sögðust vera frá Noregi og vildu fá að setjast hjá okkur. Í ljós kom, að þau voru trúboðar. Ungmennin: Trúið […]
Flestar ráðstefnur eru lítið annað en bergmál almæltra tíðinda. Það átti þó ekki við um ráðstefnu, sem RSE, Rannsóknamiðstöð í samfélags- og efnahagsmálum, og Austrian Economics Center héldu saman í Reykjavík 5. apríl 2025 um frelsi og frumkvöðla og ég skipulagði. Þar voru flutt mörg fróðleg erindi. Dr. Gabriel Stein, fjárfestir í Lundúnum og fjölfræðingur, […]
Þegar kommúnisminn hrundi í Austur-Evrópu og Ráðstjórnarríkin liðuðust í sundur árin 1989–1991, héldu margir, að runnin væri upp ný frelsisöld. Það reyndist að nokkru leyti rétt. Um allan heim voru ríkisfyrirtæki færð í hendur einkaaðila, sem höfðu miklu betri skilyrði til að reka þau en skrumarar og skriffinnar. Einstaklingsfrelsið nam ný lönd, Indverjar hurfu frá […]
Samtök eldri sjálfstæðismanna sýndu mér þann sóma að biðja mig að tala á fundi þeirra 26. mars 2025, og kynnti ég þar nýútkomna bók mína, Conservative Liberalism, North and South: Grundtvig, Einaudi and their Relevance Today. Sú bók er samanburður á þjóðlegri frjálshyggju danska skáldsins Grundtvigs og frjálslyndri alþjóðahyggju ítalska hagfræðingsins Einaudis. Ég minnti á […]
Á ráðstefnu í Mexíkóborg 16.–19. mars 2025 kynnti ég ekki aðeins nýútkomna bók mína á ensku um norræna og suðræna frjálshyggju, heldur tók einnig til máls, eftir að prófessor einn hafði rætt um Ameríkuhugtakið og minnst á, að á undan Kristófer Kólumbusi hefðu Íslendingar fundið Ameríku og líklega fleiri. Ég vitnaði í Oscar Wilde, sem sagði: „Íslendingar […]
Mont Pelerin samtökin eru alþjóðlegt málfundafélag frjálslyndra fræðimanna, sem þeir Friedrich A. von Hayek, Milton Friedman og fleiri stofnuðu árið 1947. Á þingi þeirra í Mexíkóborg 16.–19. mars 2025 kynnti ég nýútkomna bók mína, sem evrópsku íhaldsflokkarnir gáfu nýlega út, Conservative Liberalism, North and South. Var kynningin vel sótt og góður rómur gerður að máli […]
Full ástæða er til að óska nýrri forystu Sjálfstæðisflokksins til hamingju, formanninum, Guðrúnu Hafsteinsdóttur, og varaformanni, Jens Garðari Helgasyni. Við þau eru miklar vonir bundnar. Eflaust hafa þau bæði notið þess hjá landsfundarfulltrúum að koma úr atvinnulífinu, en einn munurinn á Sjálfstæðisflokknum og hinum stjórnmálaflokkunum er, að hann styður öflugt atvinnulíf öllum í hag. Skapa […]
Fyrir rás viðburðanna lentu Íslendingar undir stjórn Danakonungs árið 1380, þegar Danakonungur, Ólafur Hákonarson, þá tíu ára, var kjörinn konungur Noregs. Móðir Ólafs, Margrét, dóttir Valdimars Danakonungs, var ríkisstjóri. En þegar Ólafur lést óvænt árið 1387, var úr vöndu að ráða. Margrét ákvað árið 1389 að ættleiða eina afkomanda föður síns á lífi, hinn sjö […]
Eitt af því, sem ég hef komist að í grúski mínu síðustu ár, er, að Svíar búa að sterkri frjálshyggjuarfleifð. Hún gerði þeim kleift að standast á sautjándu öld áhlaup konunga, sem vildu ótakmarkað vald í nafni Guðs, og á tuttugustu öld áhlaup vinstri sinnaðra stjórnmálamanna, sem vildu ótakmarkað vald í nafni Alþýðunnar. Í sögu […]
Hátíðir eiga að lyfta okkur upp úr hversdagslífinu, rifja upp, að við erum ekki maurar í þúfu, heldur einstaklingar í sálufélagi við ástvini, vini, fjölskyldu, samherja og samlanda. Þótt árin færist yfir, er afmæli ætíð tilefni til hátíðarhalda. Þá hefur mér tekist að lifa af enn einn hringinn, sem jörðin fer í kringum sólina. Þegar […]
Nýlegar athugasemdir