Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Laugardagur 25.04 2020 - 12:17

Farsóttir og einkaframtak

Talið er, að um 500 milljónir manna eða þriðjungur jarðarbúa árið 1918 hafi smitast af spánsku veikinni og af þeim hafi um tíu af hundraði látist, um 50 milljónir manna. Ein skýringin á því, hversu skæð veikin varð, var fátæktin á þeim tíma, vannæring, þéttbýli í lökum húsakynnum og skortur á hreinlæti. Við búum sem […]

Laugardagur 18.04 2020 - 07:21

Farsóttir og frelsi

John Stuart Mill setti fram þá reglu, að ríkið mætti ekki skerða frelsi einstaklinga nema í sjálfsvarnarskyni. Samkvæmt þeirri reglu má ríkið vitanlega reyna að koma í veg fyrir smit, þegar drepsótt geisar, með því til dæmis að skylda Íslendinga til að fara í sóttkví, leiki grunur á því, að þeir beri í sér drepsóttina, […]

Laugardagur 11.04 2020 - 06:14

Farsóttir og samábyrgð

Eitt frægasta málverk Rembrandts er Næturverðirnir. Það sýnir nokkra næturverði ganga fylktu liði um hollenska borg. Þetta málverk er táknrænt um eðlilegt hlutverk ríkisins. Það á eins og næturverðir Rembrandts að vernda okkur gegn ofbeldisseggjum, sem læðast að okkur í skjóli myrkurs, hvort sem þeir koma frá öðrum löndum eins og innrásarherir eða úr okkar […]

Laugardagur 04.04 2020 - 21:14

Áhrif Snorra

Því dýpra sem ég sekk mér niður í rit Snorra Sturlusonar, því líklegra virðist mér, að hann hafi samið þrjú höfuðrit sín í sérstökum tilgangi. Eddu samdi hann til að reyna að endurvekja skáldskaparlistina, sem hafði verið útflutningsvara Íslendinga öldum saman. Snorri hefur tekið hana saman, áður en hann fór í fyrri ferð sína til […]

Miðvikudagur 01.04 2020 - 17:07

Bestu og verstu forsetar Bandaríkjanna

Ég gat ekki stillt mig um að leggja orð í belg á vegg samkennara míns, Ólafs Þ. Harðarsonar, sem greint hafði frá niðurstöðu bandarískra sagnfræðinga um verstu og bestu forsetana (bestur væri Lincoln, en verstur Trump, og hafa þessir vitringar ekki heyrt af því, að dag skal að kveldi lofa, auðvitað átti ekki að taka […]

Þriðjudagur 31.03 2020 - 19:43

Viðtal í Harmageddon um veirufaraldurinn

Ég var í dag, þriðjudaginn 31. mars 2020, í viðtali í Harmageddon um reynslu mína af og skoðanir á veirufaraldrinum. Ég lýsti ferðalagi mínu um auða flugvelli í Rio de Janeiro og Lundúnum og setu í hálftómum flugvélum og sagði nokkur orð um veirufaraldurinn. Mér sýnast íslensk yfirvöld fara skynsamlega að málinu, sem vissulega er […]

Mánudagur 30.03 2020 - 09:18

Hvað á ríkið að gera, þegar drepsótt geisar?

Ragnar Önundarson spyr: Hvað segja FB vinir mínir, nýfrjálshyggjumennirnir, um fyrirhugaðar ríkisábyrgðir ? Er eðlilegt að gengið sé í sameiginlegan sjóð landsmanna fyrir einkaframtakið ? Hvað segja t.d. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Arnar Sigurðsson og Skafti Harðarson ? Ég svara: Í fyrsta lagi er ég frjálshyggjumaður og kannast ekki alveg við muninn á frjálshyggju og nýfrjálshyggju, […]

Laugardagur 28.03 2020 - 18:19

Hrollvekja Tocquevilles

Franski heimspekingurinn Alexis de Tocqueville er einn fremsti frjálshyggjuhugsuður Vesturlanda. Hann reyndi að skýra, hvers vegna bandaríska byltingin 1776 hefði heppnast, en franska byltingin 1789 mistekist. Skýringin var í stystu máli, að Bandaríkjamenn byggju við sérstakar aðstæður, gnótt af ónumdu landi og fjarlægð frá hugsanlegum árásaraðilum, en þeir nytu líka hins breska stjórnfrelsisarfs síns og […]

Laugardagur 21.03 2020 - 09:56

Spádómsgáfa Tocquevilles

Einn kunnasti hugsuður frjálshyggjunnar er franski rithöfundurinn og aðalsmaðurinn Alexis de Tocqueville. Spádómsgáfu hans er við brugðið. Tocqueville sat í fulltrúadeild franska þingsins og kvaddi sér hljóðs í janúar 1848. Lýsti hann megnri óánægju almennings: „Ég hygg, að við séum nú í fastasvefni uppi á eldfjalli.“ Fjórum vikum síðar gerði Parísarmúgurinn byltingu. Í seinna bindi […]

Laugardagur 14.03 2020 - 13:13

Lögmál eiginhagsmunanna

Einn skarpskyggnasti stjórnmálarýnandi Vesturlanda var franski aðalsmaðurinn Alexis de Tocqueville. Í frönsku byltingunni hafði langafi hans lent undir fallöxinni og foreldrar hans naumlega sloppið lifandi. Tocqueville taldi, að ekki yrði vikist undan því jafnræði, sem byltingarmennirnir boðuðu, en það yrði að vera jafnræðis frelsis, ekki ánauðar. Þess vegna ferðaðist hann árin 1831–1832 um Bandaríkin til […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Íslenskir kommúnistar 1918–1998, 624 bls. myndskreytt ágrip af sögu íslensku kommúnista- og sósíalistahreyfingarinnar allt til endaloka Alþýðubandalagsins, sem Almenna bókafélagið gaf út 2011, og The Icelandic Fisheries: Sustainable and Profitable, sem Háskólaútgáfan gaf út 2015. Hann hefur síðan gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir