Flestar ritdeilur, sem háðar eru á Íslandi, líða út af, þegar þátttakendurnir þreytast, í stað þess að þeim ljúki með niðurstöðu. Svo er þó ekki um tvær ritdeilur, sem ég þekki til. Aðra háðu þeir Jón Ólafsson heimspekingur og Þór Whitehead sagnfræðingur á síðum tímaritsins Sögu árin 2007–2009. Í Moskvu hafði Jón fundið skjal, sem […]
Sumar goðsagnir virðast eiga sér mörg líf. Drengsmálið svokallaða 1921 snerist um það, að Ólafur Friðriksson, leiðtogi vinstri arms Alþýðuflokksins, hafði tekið með sér frá Rússlandi ungling, sem talaði rússnesku og þýsku, en Ólafur ætlaði honum að aðstoða sig við samskipti við hina alþjóðlegu kommúnistahreyfingu. Þegar unglingurinn reyndist vera með smitandi augnveiki, sem valdið getur […]
Í heimsfaraldrinum hef ég haldið mig heima við, og þá hefur gefist tími til að lesa ýmsar ágætar bækur. Ein þeirra er sjálfsævisaga Árna Bergmanns, Eitt á ég samt, sem kom út fyrir nokkrum árum. Hún er lipurlega skrifuð eins og vænta mátti. Árni fór ásamt Arnóri Hannibalssyni til náms í Moskvu 1954. Í sjálfsævisögunni […]
Undanfarið hef ég velt fyrir mér tengslum fasisma og annarra stjórnmálastefna, en í nýlegri ritgerð reyna þau Ragnheiður Kristjánsdóttir og Pontus Järvstad að spyrða saman Sjálfstæðisflokkinn og íslenska fasista á fjórða áratug síðustu aldar. Auðvitað voru þjóðernisstefna og andkommúnismi frá öndverðu snarir þættir í stefnu Sjálfstæðisflokksins, svo að sumir forystumenn hans höfðu samúð með Þjóðernishreyfingu […]
Mér varð hugsað til þess, þegar ég las nýlega óvandaða ritgerð þeirra Ragnheiðar Kristjánsdóttur og Pontusar Järvstads um andfasisma á Íslandi í enskri bók, að brýnt var fyrir mér í heimspekinámi endur fyrir löngu að nota orð nákvæmlega. Fasismi er eitt þeirra orða, sem nú er aðallega merkingarsnautt skammaryrði, en ætti að hafa um sögulegt […]
Sagnfræðingarnir Ragnheiður Kristjánsdóttir og Pontus Järvstad draga upp ranga mynd af fasisma á Íslandi í framlagi til bókarinnar Anti-Fascism in the Nordic Countries, sem kom út hjá Routledge árið 2019. Þau tala í fyrsta lagi um nasisma, ekki fasisma, en í þágu efnislegrar umræðu er eðlilegast að hafa orðið „nasisma“ aðeins um hið þýska afbrigði […]
Iðulega skilja fallnir óvinir frelsisins eftir sig stórhýsi, sem sjálfsagt er að nýta. Eftir fall kommúnismans í Póllandi var kauphöll hýst í fyrrverandi bækistöðvum kommúnistaflokksins. Ég býð stundum til útgáfuhófa í Rúblunni að Laugavegi 18. Og nú á dögunum kenndi ég á sumarskóla tveggja evrópskra frjálshyggjustofnana, sem haldinn var í Escorial-höll nálægt Madrid. Filippus II. […]
Á árum áður mátti gera greinarmun á tveimur tilraunum til að endurskapa skipulagið, rússneskum vinnubúðasósíalisma og sænskum vöggustofusósíalisma. Rússnesku sósíalistarnir vildu breyta þjóðskipulaginu í risastórar vinnubúðir, þar sem þeir segðu sjálfir fyrir verkum. Þeir, sem óhlýðnuðust, voru skotnir eða sveltir til bana. Sænskir sósíalistar sáu hins vegar þjóðskipulagið fyrir sér eins og vöggustofu, þar sem […]
Það vakti athygli mína, þegar ég las Íslandsdagbækur Kristjáns X., konungs Íslands 1918–1944, var, að hann hitti stundum til skrafs og ráðagerða dr. Valtý Guðmundsson, sem kenndi sögu og bókmenntir Íslands í Kaupmannahafnarháskóla. Kann það að vera ein skýringin á andúð konungs á Hannesi Hafstein, sem skín af dagbókunum, en um skeið öttu þeir Valtýr […]
Nýlegar athugasemdir