Færslur fyrir júní, 2018

Laugardagur 30.06 2018 - 12:00

Hvað er þjóð?

Í snarpri gagnrýni á þjóðarhugtakið viðurkenndi ensk-austurríski heimspekingurinn Karl R. Popper, að líklega kæmust Íslendingar næst því allra heilda að kallast þjóð: Þeir töluðu sömu tungu, væru nær allir af sama uppruna og í sama trúfélagi, deildu einni sögu og byggju á afmörkuðu svæði. Því er ekki að furða, að þjóðerniskennd sé sterkari hér á […]

Laugardagur 30.06 2018 - 11:58

Stolt þarf ekki að vera hroki

Þótt enskan sé auðug að orðum, enda samruni tveggja mála, engilsaxnesku og frönsku, á hún aðeins eitt og sama orðið, „pride“, um tvö hugtök, sem íslenskan hefur eins og vera ber um tvö orð, stolt og hroka. Þess vegna er sagt á ensku, að „pride“ sé ein af höfuðsyndunum sjö. Íslendingar myndu ekki segja það […]

Sunnudagur 17.06 2018 - 00:05

Hvað sagði ég í Bakú?

Ég tók þátt í ráðstefnu Evrópusamtaka íhaldsmanna og umbótasinna, ACRE, í Bakú í Aserbaídsjan 8.-9. júní 2018, og lék mér forvitni á að heimsækja landið, sem liggur við Kaspíahaf og er auðugt að olíu. Bersýnilega er einhverju af olíutekjunum varið í innviði, sem eru mjög nútímalegir. Þótt gamli borgarhlutinn í Bakú sé vel varðveittur, rísa […]

Sunnudagur 10.06 2018 - 08:12

Jordan Peterson

Eftir komuna til Íslands í júní 2018 getur kanadíski sálfræðiprófessorinn Jordan Peterson tekið sér í munn orð Sesars: Ég kom, sá og sigraði. Hann fyllti stóran samkomusal í Hörpu tvisvar, þótt aðgangseyrir væri hár, og bók hans rokselst, Tólf lífsreglur: Mótefni við glundroða, sem Almenna bókafélagið gaf út í tilefni heimsóknarinnar. Boðskapur Petersons er svipaður […]

Laugardagur 02.06 2018 - 09:08

Skerfur Íslendinga

Ísland er fámennt, hrjóstrugt lítið land á hjara veraldar. Líklega var fyrsta byggðin hér eins konar flóttamannabúðir, eftir að Haraldur hárfagri og aðrir ráðamenn hröktu sjóræningja út af Norðursjó. Engu að síður hafa Íslendingar í sinni ellefu hundruð ára sögu lagt skerf til heimsmenningarinnar og hann jafnvel fimmfaldan, eins og ég benti á í fyrirlestri […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir