Ríkisútvarpið sendi fréttamann til Rio de Janeiro vegna forsetakjörsins nú í dag. Það er undarlegt. Brasilía er höfuðborgin og São Paulo stærsta borgin. Rio de Janeiro er hins vegar auðvitað skemmtilegasta borgin, eins og ég get trútt um talað, því að ég hef undanfarin ár búið í nokkra mánuði á ári í Rio de Janeiro […]
Spænska nafnið á eyjaklasanum, sem Spánn ræður skammt undan strönd Blálands hins mikla, er Canarias, en það merkir Hundaeyjar. Dagana 30. september til 5. október 2018 tók ég þátt í ráðstefnu alþjóðlegs málfundafélags frjálslyndra fræðimanna, Mont Pelerin-samtakanna, á Gran Canaria, Stóru hundaeyju. Ég tók tvisvar til máls, fyrst á morgunverðarfundi um stjórnmálaviðhorf í Rómönsku Ameríku. […]
Í dag eru tíu ár liðin frá bankahruninu. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu, að það hafi verið „svartur svanur“, eins og líbanski rithöfundurinn Nassem Taleb kallar óvæntan, ófyrirsjáanlegan atburð, sem er engum að kenna, heldur orsakast af því, að margt smátt verður skyndilega eitt stórt. Það fór saman, að sölu ríkisbankanna lauk í árslok […]
Nú er mikið talað um falsfréttir. Eitt dæmi um slíkar fréttir er í nýlegri Facebook-færslu Össurar Skarphéðinssonar. Hann skrifar: Brynjar Níelsson segir að tíu ára afmæli hrunsins sé notað í pólitískum tilgangi. Í frægri skýrslu Hannesar Gissurarsonar um hrunið er ein af niðurstöðunum þessi: “Ábyrgðina ætti því ekki að finna hjá Oddssyni heldur gömlum andstæðingum […]
Nýlegar athugasemdir