Árið 1948 gaf Jóhannes S. Birkiland út bókina Harmsögu æfi minnar: Hvers vegna ég varð auðnuleysingi. Þjóðin brosti, ef til vill ekki alltaf góðlátlega, og Megas söng um hann vísur. Árið 2020 gefur Ólína Þ. Kjerúlf út bókina Spegil fyrir skuggabaldur: atvinnubann og misbeiting valds. Undirtitill hennar gæti verið: Hvers vegna enginn vill ráða mig […]
Vandséð er, hvaða greiði Halldóri Laxness er gerður með því að efna til umræðna um skattframtöl hans og gjaldeyrisskil á fimmta áratug síðustu aldar, en upp komst árið 1947, að hann hefði brotið þágildandi reglur á Íslandi og hvorki talið hér fram tekjur sínar í Bandaríkjunum né skilað gjaldeyri, sem hann hafði aflað sér þar […]
Fyrir viku minntist ég hér á bandaríska heimspekinginn Robert Nozick, sem átt hefði afmæli 16. nóvember. Ég kynntist honum nokkuð, og hann var stórkostlegur maður. Hann samdi snjalla dæmisögu um, hvernig hugmyndir jafnaðarmanna um tekjudreifingu rekast á frelsi. Setjum svo, að þeim hafi tekist í landi einu að koma á tekjudreifingu T1, sem þeir telji […]
Næsta mánudag á bandaríski heimspekingurinn Robert Nozick afmæli. Hann fæddist 16. nóvember 1938 og lést langt fyrir aldur fram 23. janúar 2002. Í væntanlegri bók á ensku um frjálslynda og íhaldssama stjórnmálahugsuði segi ég frá kynnum okkar, en við áttum merkilegar samræður um heima og geima. Bók Nozicks, Stjórnleysi, ríki og staðleysur (Anarchy, State and […]
Fréttnæmast við úrslit kosninganna í Bandaríkjunum er ef til vill, hversu langt þau voru frá spádómum allra spekinganna, sem birst hafa á sjónvarpsskjám um allan heim og endurtekið tuggur hver frá öðrum. Þegar þetta er skrifað, virðast Lýðveldissinnar (Repúblikanar) hafa haldið velli í Öldungadeildinni og unnið nokkur sæti í Fulltrúadeildinni, og forsetaefni þeirra bíður nauman […]
Nýlegar athugasemdir