Á meðan ég kenndi stjórnmálaheimspeki í Háskóla Íslands, reyndi ég eftir megni að hugsa upp rök með og á móti ólíkum sjónarmiðum, reyna á þanþol hugmynda, rekja þær út í hörgul. Heimspekin á að vera frjó samræða, ekki einræða. Eitt sígilt umræðuefni var, hversu langt ríkið mætti ganga í að lögbjóða það, sem er á […]
Einn virtasti fræðimaður Íslendinga á alþjóðavettvangi, dr. Þráinn Eggertsson prófessor, er áttræður á þessu ári. Tvær bækur hans á ensku um stofnanahagfræði eru lesnar og ræddar í háskólum um allan heim. Ekki er síður um það vert, að Þráinn hefur í nokkrum snjöllum ritgerðum varpað ljósi hagfræðinnar á sögu Íslands. Ein þeirra er um ítöluna […]
Foreword Iceland is a tiny, remote island of which others know little. The Danish kings who ruled the country from 1380 to 1918 tried at least five times to sell her to others, thrice to the King of England, once to the merchants of Hamburg and once to Prussia. Unsurprisingly, then, Iceland has been an […]
Finnskur kennari við Háskólann á Akureyri, Lars Lundsten að nafni, skrifaði fyrir skömmu grein í Hufvudstadsbladet í Helsingfors um, að Ísland væri spilltasta landið í hópi Norðurlanda. Ég svaraði í blaðinu 7. apríl og benti á, að heimild hans væri hæpin. Hún væri alþjóðleg spillingarmatsvísitala, en eins og fram hefur komið opinberlega, hefur einkunn Íslands samkvæmt […]
Liðin eru 409 ár, frá því að Arngrímur lærði birti rit sitt, Anatome Blefkeniana (Verk Blefkens krufin), þar sem hann andmælti alls konar furðusögum um Ísland, sem þýski farandprédikarinn Dithmar Blefken hafði sett saman. Mér sýnist ekki vanþörf á að endurtaka leikinn, því að Þorvaldur Gylfason prófessor hefur farið víða um lönd og prédikað gegn […]
Nýlegar athugasemdir