Einn vandinn er, að í Austur-Úkraínu vilja rússneskumælandi menn vera í Rússlandi, en úkraínskumælandi menn vera í Úkraínu. Hér kemur danska lausnin til greina. Þjóðverjar tóku Slésvík af Dönum 1864, en í Norður-Slésvík var fjöldi manns dönskumælandi. Eftir ósigur Þjóðverja í heimsstyrjöldinni fyrri var íbúum svæðisins leyft að ráða hlutskipti sínu. Norður-Slésvík var skipt í […]
Þeir samkennarar mínir, sem gera lítið úr löndum sínum erlendis, eiga sér ýmsa forvera. Þorlákur Skúlason biskup skrifaði í bréfi til Óla Worms 30. ágúst 1625: „Ég hef af aumum örlögum hrakist burt á þennan útkjálka og verð að lifa innan um ómenntað, óþægilegt og dónalegt fólk, hin eina huggun mín er að hugsa um […]
Hæstiréttur Rússlands samþykkti 28. desember síðast liðinn kröfu ríkissaksóknara landsins um að loka Memorial-stofnuninni rússnesku, en tilgangur hennar er að halda á lofti minningu fórnarlamba kommúnismans og annarra alræðishreyfinga tuttugustu aldar. Var það haft að yfirvarpi, að stofnunin væri tengd erlendum aðilum. Saksóknari kvað stofnunina líka halda því ranglega fram, að Ráðstjórnarríkin hefðu verið hryðjuverkaríki, […]
Atlas Network eru regnhlífarsamtök rannsóknarstofnana um heim allan, sem kanna möguleika á sjálfsprottnu samstarfi í stað valdboðs að ofan, verðlagningar í stað skattlagningar. Breski athafnamaðurinn Sir Antony Fisher kom samtökunum á fót árið 1981, en hann hafði ungur hrifist af frelsisboðskap ensk-austurríska hagfræðingsins Friedrichs von Hayeks og stofnað hina áhrifamiklu Institute of Economic Affairs í […]
Nýlegar athugasemdir