Sem kunnugt er, mætti kalla Las Vegas í Nevada Engjar á Snælandi eftir beinni merkingu orðanna á spænsku. Og vissulega heyjaði ég mér margvíslegan fróðleik á Engjum, þegar ég sótti þar Frelsishátíðina, Freedomfest, um miðjan júlí ásamt nokkur þúsund öðrum þátttakendum. En á Íslandi er venjulega haldið upp á það í slægjum, þegar heyskap lýkur, […]
Fróðlegt var að sitja Frelsishátíðina, Freedomfest, í Las Vegas í Nevada (á Engjum í Snælandi, ef spænskunni er snarað) um miðjan júlí 2022, en þangað fór ég til að kynna bók mína, Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers, sem kom út í tveimur bindum í árslok 2020. Ein málstofan var um, hver hefði sigrað í hugmyndabaráttunni, Adam Smith, […]
Eins og ég hef áður bent á, merkja orðin „Las Vegas“ engjar og orðið „Nevada“ Snæland, svo að borgina með þessu nafni mætti kalla Engjar á Snælandi. Ég kynnti þar í apríl bók mína um tuttugu og fjóra frjálslynda íhaldsmenn á ráðstefnu Samtaka um einkaframtaksfræði, Association of Private Enterprise Education, en fór þangað aftur núna […]
Nýlegur úrskurður Hæstaréttar Bandaríkjanna, þar sem snúið er við frægum úrskurði frá 1973 í máli Roe gegn Wade, hefur verið misskilinn, jafnvel í máli þeirra, sem ættu að vita betur, eins og Silju Báru Ómarsdóttur, sem tók við kennslu í Bandarískum stjórnmálum af mér í Háskólanum. Hinn nýlegi úrskurður snýst ekki um fóstureyðingar (eða „þungunarrof“), […]
Einveldinu danska lauk snögglega vorið 1848, og boðaði konungur til stjórnlagaþings þá um haustið í Kaupmannahöfn. Til þess kvaddi hann fimm Íslendinga, Brynjólf Pétursson skrifstofustjóra, Jón Guðmundsson ritstjóra, Jón Johnsen bæjarfógeta, Jón Sigurðsson sagnfræðing og Konráð Gíslason málfræðing. Þeir reyndu eins og þeir gátu að halda Íslandi utan við allar ákvarðanir, sem teknar yrðu á […]
Nýlegar athugasemdir