Einn merkasti Dani allra tíma var Nikolaj F. S. Grundtvig, prestur, sálmaskáld, fornfræðingur, þýðandi, skólamaður, stjórnmálakappi og þjóðmálafrömuður. Hann lagði líklega mest allra af mörkum við að skilgreina og jafnvel skapa danska þjóðarsál, en tvær göfugustu birtingarmyndir hennar voru, þegar öll danska þjóðin tók höndum saman árið 1943 um að bjarga dönskum Gyðingum undan hrammi […]
Norðurlandaþjóðir þurftu ekki að sækja frjálshyggju til annarra. Margar hugmyndir hennar voru rótgrónar á Norðurlöndum. Íslenski sagnritarinn Snorri Sturluson (1179–1241) lýsti því í Heimskringlu, hvernig Norðurlandaþjóðir leiddu eins og aðrar germanskar þjóðir mál til lykta á samkomum, og urðu konungar að beygja sig fyrir lögunum og samþykktum alþýðu. Ella voru þeir settir af. Snorri var […]
Englendingar eru stoltir af því, að með þeim mynduðust snemma venjur, sem stuðluðu að frjálslyndu lýðræði: allir væru jafnir fyrir lögum, en fulltrúasamkomur veittu konungum aðhald. Í merkri ritgerð í ritinu Nordic Democracy árið 1981 bendir prófessor Sigurður Líndal þó á, að Norðurlandaþjóðir bjuggu við svipaðar venjur. Þegar í fornöld lýsti rómverski sagnritarinn Tacitus því, […]
Nýlegar athugasemdir