Í Morgunblaðinu 23. júlí deilir Kári Stefánsson forstjóri á vísindarithöfundinn Matt Ridley, sem var á rabbfundi í Háskólanum 17. júlí, meðal annars um uppruna kórónuveirunnar, en hún olli dauða meira en tuttugu milljóna manna og setti alla heimsbyggðina á annan endann í tvö ár. Kári segir, að „Matt virðist hafa lagt áherslu á kenningar um […]
Árið 1968 gaf bandaríski vistfræðingurinn Paul R. Ehrlich út bókina Fólksfjölgunarsprengjuna (The Population Bomb). Upphafsorð hennar voru, að ekki væri lengur gerlegt að fæða allt mannkyn. Á komandi áratug myndu hundruð milljóna falla úr hungri, hvað svo sem gert yrði. Margir aðrir samsinntu því, að fólksfjöldi í heiminum væri að nálgast þolmörk, til dæmis höfundar […]
Tvennar kosningar voru nýlega háðar í Evrópulöndum, 30. júní og 7. júlí í Frakklandi og 4. júlí í Bretlandi. Af einhverjum ástæðum hafa vinstri menn á Íslandi rangtúlkað úrslitin sem sérstaka vinstri sigra. Í Frakklandi sameinuðust vinstri flokkar í seinni umferð til að þrautnýta kosningafyrirkomulagið, en bandalag þeirra tapaði þrátt fyrir það 6%. Kjörsókn var […]
Cluj (frb. Klúds) er næststærsta borg Rúmeníu, og hefur Transylvaníu löngum verið stjórnað þaðan. Á þýsku hét Transylvanía áður fyrr Siebenbürgen, Sjöborgaland, og var Cluj ein borganna sjö og hét þá Klausenburg. Þá var Sjöborgaland hluti Habsborgarveldisins, en var sameinað Rúmeníu eftir fyrri heimsstyrjöld. Cluj er notaleg og hreinleg borg, og prýða hana mörg falleg […]
Nýlegar athugasemdir