Á sumarskóla hagfræðideildar Aix-Marseille-háskóla, eins stærsta háskóla Frakklands, í Aix-en-Provence 12. júlí 2024 var mér boðið að tala um norræna frjálshyggju. Í útúrdúr í upphafi kvaðst ég hafa komist að því í rannsókn minni á frjálslyndri íhaldsstefnu, að hin franska frjálshyggjuhefð hefði verið vanmetin, ekki síst af Frökkum sjálfum. Þeir Benjamin Constant, Frédéric Bastiat, Alexis […]
Einn kunnasti vísindarithöfundur heims, Matt Ridley, er staddur á Íslandi og ætlar að rabba við áhugamenn um stjórnmál, heimspeki og vísindi miðvikudaginn 17. júlí kl. 16.30 í stofu 101 á Háskólatorgi, HT-101. Er fundurinn á vegum RSE, Rannsóknamiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál. Ridley hefur skrifað fjölda bóka, og kom ein þeirra út á íslensku árið […]
Bandaríkjamönnum hefur orðið tíðrætt um Danmörku hin síðari ár. Öldungardeildarþingmaðurinn Bernie Sanders bendir á landið sem sérstaka fyrirmynd. Hagfræðingurinn Jeffrey Sachs telur, að dæmi Danmerkur og annarra Norðurlanda afsanni þá skoðun Friedrichs A. von Hayeks, að aukin ríkisafskipti skerði frelsi og leiði að lokum til lögregluríkis. Heimspekingurinn Francis Fukuyama heldur því á hinn bóginn fram, […]
Framundan er forsetakjör í Bandaríkjunum, og nýlega var kosið til þings í Bretlandi og Frakklandi. Þótt fyrirkomulag kosninga í þessum þremur löndum sé um margt ólíkt, er það sameiginlegt, að úrslit kosninga þurfa ekki að svara til atkvæðatalna. Verkamannaflokkurinn í Bretlandi fékk færri atkvæði en í síðustu kosningum, en miklu fleiri þingsæti. Skýringin var, að […]
Ólíkt höfumst við að, hugsaði ég, þegar ég var staddur í París á Bastilludaginn 2024, 14. júlí. Æstur múgur réðst þennan dag árið 1789 á Bastilluna, drap virkisstjórann, hjó af honum höfuðið og skálmaði með það á spjótsoddi um götur. Þá reyndust aðeins sjö fangar vera geymdir í virkinu. Þótt ótrúlegt sé halda Frakkar þjóðhátíð […]
Böðullinn drepur tvisvar, fyrst með byssukúlunni, síðan með þögninni, sagði Elie Wiesel. Því skiptir máli að halda á lofti minningunni um fórnarlömb alræðisstefnunnar, nasisma og kommúnisma. Eitt áhrifamesta safn, sem ég hef komið í, er í Varsjá. Það er um uppreisnina, sem hófst þar í borg 1. ágúst 1944, fyrir áttatíu árum. Þetta var sorgarsaga. […]
Nýlegar athugasemdir