Heimurinn hefur aldrei verið betri, en sjaldan hættulegri. Hann er betri vegna stórkostlegra framfara í krafti viðskiptafrelsis og tækniþróunar. Fátækt hefur minnkað, heilsufar batnað, tækifærum fjölgað, umburðarlyndi aukist (á Vesturlöndum). En líkur á þriðju heimsstyrjöldinni hafa sjaldan verið meiri. Öxulveldin, Rússland, Kína, Íran og Norður-Kórea, brýna ekki aðeins vopnin, heldur nota, að vísu með misjöfnum […]
Fyrsta stjórnin íslenska, sem gaf sjálfri sér nafn, var „stjórn hinna vinnandi stétta“, sem mynduð var 1934, en þrátt fyrir nafnið hafði hún að baki sér minni hluta kjósenda, 43,6%. Líklega hefði hún frekar átt að heita „stjórn hinna talandi stétta“. Önnur stjórn, sem hlaut sérstakt nafn, var þjóðstjórnin, sem mynduð var 1939. Hún var […]
Nú vinna leiðtogar þeirra þriggja flokka, sem juku mest fylgi sitt í þingkosningunum 30. nóvember 2024, að stjórnarmyndun, þær Kristrún Frostadóttir, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Inga Sæland. Samsteypustjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins undir forsæti Kristrúnar er vissulega annar af tveimur rökréttum möguleikum eftir kosningarnar. Hinn er samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Miðflokks undir forsæti Bjarna […]
Lífið er, eins og Milan Kundera sagði, ganga inn í þoku, þar sem við sjáum allt skýrt, þegar við horfum um öxl, en óglöggt hitt, sem framundan er. En hugsanlega marka þingkosningarnar 30. nóvember tímamót í stjórnmálasögunni. Nú er aðeins einn yfirlýstur vinstri flokkur eftir á þingi með 21 af hundraði atkvæða, Samfylkingin, en undir […]
Nýlegar athugasemdir