Margar skýringar eru til á því að á Íslandi voru á þrettándu öld settar saman sögur sem áttu ekki sinn líka annars staðar. Hér skulu nefndar fjórar. 1) Íslendingar voru fáir og máttu sín ekki mikils. Eina vopn þeirra var orðsins brandur, mælskulistin, til dæmis þegar Haraldur blátönn Danakonungur gerði árið 982 upptækt skip í […]
Áður hef ég vikið að því, að í HeimskringluSnorra Sturlusonar er að finna sömu hugmynd og Adam Smith batt í kerfi, að frjáls viðskipti væru báðum aðilum í hag. Sænskir bændur vildu versla við nágranna sína í Noregi, en eitt sinn gátu þeir það ekki vegna hernaðar. Rögnvaldur jarl Úlfsson taldi „upp hvert vandræði Vestur-Gautum […]
Menn geta eflaust stutt strandveiðar og hafnað hvalveiðum af tilfinningaástæðum, en þeir geta ekki fært nein frambærileg fræðileg rök fyrir því. Kvótakerfið íslenska er hagkvæmasta lausnin, sem enn hefur fundist á „samnýtingarbölinu“ svokallaða (Tragedy of the Commons), en það er, að ótakmarkaður aðgangur að takmarkaðri auðlind leiðir til ofnýtingar hennar. Við kvótakerfið geta handhafar ótímabundinna […]
Í nýútkomnum dagbókum hefur Ólafur Ragnar Grímsson margt eftir mönnum og iðulega í óþökk þeirra. Hann nafngreinir til dæmis lagaprófessor í Háskóla Íslands, sem hafi sagt sér, að Þorvaldur Gylfason, áhugamaður um stjórnarskrárumrót, líktist helst „svindlurunum í ætt föður síns“. Hér er átt við alræmdan svikahrapp, Björn Gíslason, afabróður Þorvaldar, en um hann samdi Ragnheiður […]
Nýlegar athugasemdir