Hátíðir eiga að lyfta okkur upp úr hversdagslífinu, rifja upp, að við erum ekki maurar í þúfu, heldur einstaklingar í sálufélagi við ástvini, vini, fjölskyldu, samherja og samlanda. Þótt árin færist yfir, er afmæli ætíð tilefni til hátíðarhalda. Þá hefur mér tekist að lifa af enn einn hringinn, sem jörðin fer í kringum sólina. Þegar […]
Íslendinga þættir eru miklu styttri en Íslendinga sögur. Einn hinn skemmtilegasti er um Halldór Snorrason. Hann var dóttursonur Einars Þveræings og langalangafi Snorra Sturlusonar og hafði ungur verið í liði Væringja í Miklagarði ásamt Haraldi Sigurðssyni, hálfbróður Ólafs digra Noregskonungs. Þegar Haraldur varð konungur Noregs árið 1046, fylgdi Halldór honum. Fyrst var slegin mynt í […]
Norðurlandaþjóðirnar hafa, eins og ég leiði rök að í nýrri bók á ensku, fundið ákjósanlega leið í sambúð þjóða (þótt áður fyrr hafi þær háð ófá stríð hver við aðra). Ef ein þjóð vill ekki lúta annarri, þá segir hún skilið við hana, eins og Norðmenn gerðu 1905, Finnar 1917 og Íslendingar 1918. Ef þjóðabrot […]
Páll Ólafsson orti fræga vísu um Arnljót Ólafsson: Mér er um og ó um Ljót, ég ætla hann vera dreng og þrjót, Í honum er gull og grjót, hann getur unnið mein — og bót. Vísan gæti sem best átt við um Donald Trump, nýkjörinn Bandaríkjaforseta. Hér skal ég nefna nokkur atriði, þar sem hann […]
Nýlegar athugasemdir