Alþjóðleg ráðstefna var haldin í Reykjavík 8. maí 2025 vegna bókar minnar, Conservative Liberalism, North and South: Grundtvig, Einaudi and their Relevance Today, þar sem ég ber saman norrænu leiðina í alþjóðasamskiptum (sjálfsprottið samstarf við lágmarksafsal fullveldis) og hina evrópsku (aukna miðstýringu frá Brüssel). Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, setti ráðstefnuna og kvað fróðlegt að sjá […]
Sjaldan hefur verið meiri óvissa í alþjóðamálum en um þessar mundir. Bandaríkin réðu úrslitum um, að Bandamenn sigruðu Öxulveldin í seinni heimsstyrjöld, og eftir það gátu Evrópuríkin löngum treyst því, að hinn öflugi her Bandaríkjanna, með vopnabúr fullt af kjarnorku- og vetnissprengjum, verði þau gegn ásælni rússneskra kommúnista. Smám saman óx þeirri skoðun þó fylgi […]
Þegar ég var í háskóla fyrir fimmtíu árum, var oft bent á Svíþjóð sem dæmi um vel heppnaðan sósíalisma, en öllum var ljóst, að sósíalisminn hefði misheppnast í Rússlandi, Kína og fylgiríkjum þeirra. Því fór þó fjarri, að Svíar hefðu hrundið í framkvæmd sósíalisma. Laust eftir miðja nítjándu öld höfðu frjálshyggjumenn eins og Johan August […]
Margt hefur verið afrekað í vestrænum háskólum. En því miður eru þeir um þessar mundir að verða að vígjum ófrjálslyndrar hugsunar og einsleitni. Kannanir í Bandaríkjunum sýna, að hægri menn eru innan við 10% háskólakennara. Ef til vill var ein besta könnunin hér heima starfslokaráðstefna mín vorið 2023, en hana sótti aðeins einn kennari úr […]
Dr. Gabriel Stein, fjárfestir í Lundúnum, flutti erindi á málstofu Hagfræðistofnunar mánudaginn 7. apríl 2025. Að því loknu fengum við okkur kaffi í Hámu, matstofu Háskólans. Að borði okkar komu tvö kurteis ungmenni, piltur og stúlka, sögðust vera frá Noregi og vildu fá að setjast hjá okkur. Í ljós kom, að þau voru trúboðar. Ungmennin: Trúið […]
Flestar ráðstefnur eru lítið annað en bergmál almæltra tíðinda. Það átti þó ekki við um ráðstefnu, sem RSE, Rannsóknamiðstöð í samfélags- og efnahagsmálum, og Austrian Economics Center héldu saman í Reykjavík 5. apríl 2025 um frelsi og frumkvöðla og ég skipulagði. Þar voru flutt mörg fróðleg erindi. Dr. Gabriel Stein, fjárfestir í Lundúnum og fjölfræðingur, […]
Þegar kommúnisminn hrundi í Austur-Evrópu og Ráðstjórnarríkin liðuðust í sundur árin 1989–1991, héldu margir, að runnin væri upp ný frelsisöld. Það reyndist að nokkru leyti rétt. Um allan heim voru ríkisfyrirtæki færð í hendur einkaaðila, sem höfðu miklu betri skilyrði til að reka þau en skrumarar og skriffinnar. Einstaklingsfrelsið nam ný lönd, Indverjar hurfu frá […]
Samtök eldri sjálfstæðismanna sýndu mér þann sóma að biðja mig að tala á fundi þeirra 26. mars 2025, og kynnti ég þar nýútkomna bók mína, Conservative Liberalism, North and South: Grundtvig, Einaudi and their Relevance Today. Sú bók er samanburður á þjóðlegri frjálshyggju danska skáldsins Grundtvigs og frjálslyndri alþjóðahyggju ítalska hagfræðingsins Einaudis. Ég minnti á […]
Á ráðstefnu í Mexíkóborg 16.–19. mars 2025 kynnti ég ekki aðeins nýútkomna bók mína á ensku um norræna og suðræna frjálshyggju, heldur tók einnig til máls, eftir að prófessor einn hafði rætt um Ameríkuhugtakið og minnst á, að á undan Kristófer Kólumbusi hefðu Íslendingar fundið Ameríku og líklega fleiri. Ég vitnaði í Oscar Wilde, sem sagði: „Íslendingar […]
Mont Pelerin samtökin eru alþjóðlegt málfundafélag frjálslyndra fræðimanna, sem þeir Friedrich A. von Hayek, Milton Friedman og fleiri stofnuðu árið 1947. Á þingi þeirra í Mexíkóborg 16.–19. mars 2025 kynnti ég nýútkomna bók mína, sem evrópsku íhaldsflokkarnir gáfu nýlega út, Conservative Liberalism, North and South. Var kynningin vel sótt og góður rómur gerður að máli […]
Nýlegar athugasemdir