Færslur fyrir október, 2025

Miðvikudagur 15.10 2025 - 13:55

Á aldarafmæli Margrétar Thatchers

Einn merkasti stjórnmálamaður tuttugustu aldar, Margrét Thatcher, hefði orðið hundrað ára í dag. Hún fæddist í Grantham í Lincoln-skíri 13. október 2025, dóttir kaupmanns þar í bæ, Alfreds Roberts, og konu hans, Beatrice. Margrét gat sér snemma orð fyrir vinnusemi, einbeitni og gáfur og hlaut styrk til náms í Oxford-háskóla. Þar var hún formaður Félags […]

Miðvikudagur 15.10 2025 - 13:53

Lydda, nirfill? Eða friðsamur, hagsýnn?

Þegar ég kenndi stjórnmálaheimspeki í Háskóla Íslands, bað ég nemendur stundum að skýra muninn á nautn og fíkn, til dæmis á sælkera og átvagli eða gleðimanni og fyllirafti. Svarið var oftast, að munurinn lægi í því, hvort menn hefðu stjórn á sér. Ég benti þá á, að þetta væri ekkert svar, því að aðeins væri […]

Miðvikudagur 15.10 2025 - 13:53

Snorri Fólgsnarjarl

Tvær staðreyndir skera úr um það, að Snorri Sturluson reyndi ekki að koma Íslandi undir konung. Hin fyrri er, að Heimskringla er samfelld viðvörun við því, að Íslendingar gangi á hönd Noregskonungi, þótt hóflega sé víða tekið til orða. Hin síðari er, að Snorri var tekinn af lífi með leyfi Noregskonungs. Ég hef síðan bent […]

Miðvikudagur 15.10 2025 - 13:51

Hverju lofaði Snorri?

Grein mín í Morgunblaðinu 22. september um stjórnspeki Snorra Sturlusonar, þar sem ég styðst við greiningu Sigurðar Líndals prófessors, hefur vakið nokkra athygli. Menn eru almennt sammála okkur Sigurði um, að í Heimskringlu gæti mikillar tortryggni í garð konunga, til dæmis í ræðu Einars Þveræings. Sumir halda því þó fram, að Snorri hafi í utanför […]

Miðvikudagur 15.10 2025 - 13:50

Evrópusambandið: Vinur eða óvinur frelsisins?

Evrópusambandið var stofnað árið 1957 til að verja og auka frelsi Evrópuþjóðanna. Þær voru orðnar fullsaddar á þeim látlausu stríðum, sem háð höfðu verið á meginlandinu, þegar harðskeyttir einræðisherrar reyndu að verða þar alvaldar, síðast þeir Napóleon og Hitler. Sérstaklega átti þetta við um Frakka og Þjóðverja. Forystumenn þeirra vildu nú smíða plóga úr sverðum. […]

Miðvikudagur 15.10 2025 - 13:48

Valkvæð forvitni

Oftar en einu sinni hef ég tekið eftir því, að forvitni fréttamanna er valkvæð. Þeir hafa aðeins áhuga á sumu. Séu fréttir fyrsta uppkastið að sögunni, þá er ekki von á góðu. Ég nefni tvö dæmi. Í skýrslu árið 2018 fyrir fjármálaráðuneytið um bankahrunið (aðgengileg á netinu) gat ég þess, að breska leyniþjónustan MI6 hafði […]

Miðvikudagur 15.10 2025 - 13:48

Danmörk nú, Ísland næst?

Í dönskum héraðsdómi var lögreglumaður að nafni Elvir Abaz sakfelldur í ágústlok 2025 fyrir alvarleg brot í starfi og dæmdur í fangelsi. Hann er múslimi frá Bosníu, sem leitaði 15 ára að aldri hælis í Danmörku, og var fyrsti danski lögreglumaðurinn úr röðum hælisleitenda. Hann varð kunnur fyrir að vera opinskár og harðorður á netmiðlum […]

Miðvikudagur 15.10 2025 - 13:46

Sex hlaðvörp með mér árið 2025

Ég hef verið í sex hlaðvörpum þetta árið og farið um víðan völl. Eru frásagnir af boðskap mínum á heimasíðu RNH og hlekkir í viðtölin, sem flest eru í opinni dagskrá. Ég var gestur Kristjáns Guðjónssonar og Lóu Bjarkar Björnsdóttur í Lestinni á RÚV 3. apríl 2025, þar sem ég ræddi aðallega um bandaríska hægrið, Donald […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir