Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:20

Sagnritun dr. Gylfa (5)

Nýlega kvartaði dr. Gylfi Zoëga undan því í málgagni vinstriöfgamanna, Heimildinni, að „margir“ reyndu að skrifa sögu bankahrunsins upp á nýtt. Hann átti aðallega við mig. Í skrifum sínum gerir dr. Gylfi mikið úr varnaðarorðum prófessors Roberts Z. Alibers um bankana vorið 2007. Aliber er þó ekki óskeikull. Hann spáði því í ársbyrjun 2010, að […]

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:19

Sagnritun dr. Gylfa (4)

Nýlega sagði dr. Gylfi Zoëga í málgagni vinstriöfgamanna, Heimildinni, að „margir“ reyndu að skrifa sögu bankahrunsins upp á nýtt. Hann átti við mig, en ég hef sett fram þá skoðun, að bankahrunið hafi verið „svartur svanur“, óvæntur atburður, sem aðeins sé fyrirsjáanlegur eftir á. En auðvitað er það rétt, sem kom fram í skýrslu rannsóknarnefndar […]

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:18

Sagnritun dr. Gylfa (3)

Nýlega sagði dr. Gylfi Zoëga í málgagni vinstriöfgamanna, Heimildinni, að „margir“ reyndu að skrifa sögu íslenska bankahrunsins upp á nýtt. Hann átti við mig, þótt ég sé ekki að reyna að endurskrifa söguna, heldur hafa það, sem sannara reynist. Hér skal ég benda á fjórar mikilvægar staðreyndir um bankahrunið, sem ég hef bent á, en […]

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:18

Sagnritun dr. Gylfa (2)

Í nýlegri grein í málgagni vinstriöfgamanna, Heimildinni, kveður dr. Gylfa Zoëga marga reyna að endurrita sögu bankahrunsins. Með þessum „mörgu“ á hann við mig. En málið snýst ekki um að endurrita neina sögu, heldur hafa það, sem sannara reynist. Gylfi styðst við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á bankahruninu. Á henni eru margir annmarkar. Einn er, að […]

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:17

Sagnritun dr. Gylfa (1)

Dr. Gylfi Zoëga prófessor birti nýlega grein um bankahrunið í málgagni íslenskra vinstriöfgamanna, Heimildinni. Þar segir hann marga hafa reynt að skrifa söguna upp á nýtt. Þeir haldi því fram, að hið sama hafi gerst erlendis og hér á landi, að Bretar og Hollendingar hafi komið illa fram við okkur og að innlend stjórnvöld hafi […]

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:16

Ný sýn á gömul deilumál

Árið 2023 fór ég víða og hlustaði á marga fyrirlestra. Tveir voru fróðlegastir. Prófessor David D. Friedman, sem lauk doktorsprófi í eðlisfræði, en hefur löngum starfað sem hagfræðiprófessor, talaði á ráðstefnu í Lissabon í apríl. Hann miðar rökræðunnar vegna við spálíkön milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um hlýnun jarðar, en reynir að bera saman kostnað og ábata af […]

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:12

Rannsóknarskýrsla mín 2023

Ritrýnd útgáfa með alþjóðlega skírskotun The Icelandic Sagas. Collection of Four Short Sagas. Almenna bókafélagið, Reykjavík 2023. Útdráttur á ensku úr The Saga of Burnt Njal (Brennu-Njáls saga), 48 bls., The Saga of Gudrid (Eiríks saga rauða og Grænlendinga saga), 42 bls., The Saga of Egil (Egils saga), 35 bls., og The Saga of Gudrun […]

Miðvikudagur 06.03 2024 - 06:10

Hvað olli synjuninni?

Í greinargerð, sem ég tók saman fyrir fjármálaráðuneytið um bankahrunið 2008, reyndi ég að skýra, hvers vegna Íslendingum var þá alls staðar synjað um lausafjárfyrirgreiðslu nema í norrænu seðlabönkunum þremur. Jafnframt gengu bresk stjórnvöld hart fram gegn Íslendingum. Miklu hefði breytt, hefði seðlabankinn íslenski getað tilkynnt, að hann hefði gert gjaldeyrisskiptasamninga við bandaríska og evrópska […]

Sunnudagur 24.12 2023 - 09:24

Jólasveinarnir

Hvers vegna eru íslensku jólasveinarnir þrettán svo gerólíkir jólasveininum alþjóðlega, góðlega, rauðklædda og hvítskeggjaða, sem fer með himinskautum og gefur þægum börnum gjafir? Íslensku jólasveinarnir eru hrekkjóttir og þjófóttir og koma ofan úr fjöllum, einn af öðrum, og móðir þeirra, Grýla, á það til að éta óþæg börn. Alþjóðlegi jólasveinninn er hins vegar ættaður frá […]

Sunnudagur 24.12 2023 - 09:24

Gyðingahatur

Einfaldasta skilgreiningin á Gyðingahatri er, þegar lagður er allt annar mælikvarði á Gyðinga en aðra jarðarbúa, svo að þeim leyfist ekki að verja sig af sömu hörku og öðrum. Dæmigerð eru ofsafengin viðbrögð við því, þegar Ísraelar svöruðu villimannslegri árás hryðjuverkasamtakanna Hamas á þá frá Gaza 7. október 2023 með gagnárás í því skyni að […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir