Færslur fyrir febrúar, 2013

Laugardagur 23.02 2013 - 22:29

Ku Klux Klan og ESB

Seint verð ég talinn til aðdáenda ESB aðildar Íslands og markast það meðal annars af smásmugulegri reglugerðavæðingu sambandsins um allt sem mönnum dettur í hug sem og það sem menn gætu vart ímyndað sér að nokkrum manni gæti dottið í hug. Einnig tel ég að reglugerðasetning sambandsins sé gerð út frá öðru sjónarhorni en við höfum […]

Fimmtudagur 21.02 2013 - 21:51

Hvers vegna vill xD selja útlendingum Landsvirkjun?

Í drögum að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins kemur fram: Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að stjórnvöld hindri ekki fjárfestingu innlendra og erlendra einkaaðila í orkuverum, hvorki í formi lánsfjár né hlutafjár, telji fjárfestar slíkar  framkvæmdir vera arðbærar. Skoða skal með opnum huga að skrá á hlutabréfamarkað hluta hlutabréfa Landsvirkjunar (svokölluð norsk leið). Ómögulegt er á átta sig á því […]

Miðvikudagur 20.02 2013 - 21:25

Verðtryggingarvitleysan

Þegar illa árar er eðlilegt að verðmæti tapist, en að sama skapi má búast við að vel græðist þegar vel árar. Það er eðlilegt að þeir sem festa fé  í verðmætum geti átt það á hættu að tapa fjármunum – peningar eru ekkert annað en ávísanir á verðmæti, sem eðlilegt er að rýrni í kreppu og slæmu árferði. Eina […]

Þriðjudagur 19.02 2013 - 11:56

Hvers vegna hætti Þorvaldur Gylfason

Þorvaldur Gylfason, nýskipaður vaktstjóri Lýðræðisvaktarinnar, var til skamms tíma viðloðandi Dögun.  Vaktstjórinn ferðaðist um landið Þvert og endilangt og boðaði m.a. nýja stjórnarskrá. Greinilegt var að eitt og annað stóð í vaktstjóranum, sem snéri að stefnu Dögunar og varðaði það m.a. róttækar breytingar á stjórn fiskveiða, en fyrst og fremst gat Þorvaldur Gylfason ekki sætt […]

Fimmtudagur 14.02 2013 - 23:42

Hvað segir hagfræðin um njólann?

Rétt fyrir hrun flutti Hagfræðistofnun Háskóla Íslands þjóðinni þau tíðindi að hagkvæmast væri að hætta þorskveiðum í svona 3 – 4 ár.  Tillögurnar voru settar fram í ljósi nýrrar aflareglu, sem stofnunin hafði fundið upp, og sömuleiðis styrkra og fjölbreyttra stoða íslensks efnahagslífs árið 2007. Allir vita að Hagfræðistofnun hafði rangt fyrir sér hvað varðar trausta stöðu […]

Miðvikudagur 13.02 2013 - 00:32

RÚV skrúfar frá krananum

Ég hef lengi staðið í þeirri meiningu að ein frumforsenda þess að eitthvað geti talist fréttaskýring sé að þar sé ástunduð lágmarks gagnrýni og að þáttarstjórnendur gapi ekki með lotningarfullri aðdáun og gagnrýnisleysi á viðmælendur sína. Spegillinn er  síðdegisþáttur á Rás 1, sem gefur sig út fyrir að vera fréttaskýringaþáttur, en samt var framangreint háttarlag viðhaft gagnvart viðmælandanum, Daða Má Kristóferssyni, […]

Sunnudagur 10.02 2013 - 14:57

Tímasprengjan á Landspítalanum

Fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins ritaði grein í Fréttablaðið í gær. Þar heldur hann því fram að ef komið verði til móts við launakröfur hjúkrunarfræðinga muni það leiða til óðaverðbólgu og sprengingar í efnahagslífinu. Sú tímasprengja, sem núna tifar á LSH, er miklu frekar að þjónustan mun hrynja í kjölfar þess að hjúkrunarfræðingar og læknar yfirgefa vinnustaðinn í meira […]

Fimmtudagur 07.02 2013 - 17:02

Að hjakka í sama farinu

Sama hvað kemur upp á varðandi síldina þá er niðurstaða stjórnvalda alltaf sú sama, þ.e. að draga enn frekar úr veiðum. Aldrei er niðurstaðan á þá leið að skoða hlutina upp á nýtt eða frá nýju sjónarhorni. Helst er reynt að þagga niður og gera þá sem koma fram með málefnaleg rök ótrúverðuga. Á síðustu […]

Föstudagur 01.02 2013 - 15:23

Steingrímur J. neglir og Ólína fagnar

Með nýju frumvarpi um „stjórn fiskveiða“  gerir Steingrímur J. Sigfússon sitt ýtrasta til þess að festa illræmt kvótakerfi í sessi. Það er  gert þvert á fyrirheit Vg og Samfylkingar fyrir síðustu kosningar og sömuleiðis á þjóðarviljann eins og hann kom skýrt fram í atkvæðagreiðslu um auðlindaákvæði  nýrrar stjórnarskrár. Það er eins gott fyrir þjóðarhag að Steingrímur J. renni […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur