Leikrit fjórflokksins er orðið langdregið, þreytt og mjög dýrt fyrir þjóðfélagið. Látið er í veðri vaka að staðið sé í meiriháttar deilum, en þegar betur er að gáð er varla blæbrigðamunur á þrætuefnunum. Skólabókardæmi um það er deila Ólínu Þorvarðardóttur, spunameistara „nýs fiskveiðistjórnunarfrumvarps“, og Sigurðar Inga Jóhannssonar framsóknarmanns um auðlindaákvæði nýrrar stjórnarskrár. Bæði eru þau […]
Kjaftæðið í þingmönnum Samfylkingarinnar virðist ekki eiga sér nein takmörk. Formaður þingflokks Samfylkingarinnar, Magnús Orri Schram, gat ekki á heilum sér tekið í kvöldfréttum RÚV yfir því að mál, sem hann hefur þóst vilja ná í gegn, yrði sett á dagskrá. Þá hét það að málið væri sett í fullkomið uppnám og Samfylkingin vildi reyna […]
Í morgun vaknaði ég við suðið í Villa Egils á Bylgjunni, sem mælti mjög fyrir verðtryggingunni og lífeyrissjóðakerfinu sínu. Að hans mati ber engan skugga á kerfið og engu þarf að breyta, nema þá helst að auka greiðslur í sjóðina úr 12% í 15,5%. Staðreyndin er sú að flatur launaskattur, þ.e. tryggingagjaldið, er um 8% […]
Það má segja að dauðir hafi lifnað við þegar litið er á fréttir BBC , sem sýna gríðarlega góða veiði úr þorskstofninum í Norðursjónum, sem sagður var nær útdauður af reiknisfiskifræðingum ESB. Daufir íslenskir fjölmiðlar virðast ekki vilja heyra tíðindin, en þeir voru hins vegar fljótir að flytja „fréttir“ frá einhverjum fræðingnum sem hafði reiknað það út […]
Það sló mig að lesa ræðu fráfarandi formanns Samtaka Atvinnulífsins, en það var einkum tvennt sem hann óttaðist mest, þ.e. að laun landsmanna hækkuðu og svo hitt að verðtryggingin yrði afnumin. Sönglið úr herbúðum SA er einkar falskt. Ekki er boðlegt að kenna óhóflegum hækkunum launa almennings um óðaverðbólguna frá hruni. Kjör launafólks hafa […]
Bókun Ólínu Þorvarðardóttur þingmanns Samfylkingarinnar, með nýju kvótafrumvarpi ríkisstjórnarinnar gefur afar villandi mynd af innihaldi frumvarpsins. Frumvarpið felur ekki í sér vaxandi opinn markað með veiðiheimildir eins og hún heldur er fram, nema að því leyti sem kemur til skerðingar á byggðakvótum. Það er því mjög ómerkilegt hjá Ólínu að halda því fram að frumvarpið […]
Nú er ljóst að heitasta ósk allra leiðtoga fjórflokksins er að rætast. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um bætta stjórnarhætti er komið í ljós að ný stjórnarskrá var andvana fædd. Augljóst er að aldrei var neinn vilji hjá neinum formanni fjórflokkanna að fá nýja stjórnarskrá. Allt ferlið var meira og minna einn leikaraskapur rétt eins og […]
Ólína Þorvarðardóttir skrifaði afar furðulegan pistil á Eyjuna í dag þar sem hún gefur vægast sagt undarlega mynd af nefndastarfi Alþingis, þar sem störukeppni virðist hafa spilað stórt hlutverk. Bullið í pistli Ólínu er að því leyti upplýsandi að það afhjúpar algerlega að Ólína hefur hvorki hugmynd um gildissvið núverandi laga um stjórn fiskveiða, né […]