Munnleg skýrsla forsætisráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem hann flutti á Alþingi í dag um róttækustu skuldaleiðréttingar veraldar, var vægast sagt rýr í roðinu.
Þeir sem hlýddu á skýrsluna voru engu nær um áætlanir stjórnarinnar um hvernig efna ætti eitt stærsta kosningaloforð allra tíma. Flestum var hins vegar ljóst það vantaði ákafa í ræðuna – Engu líkara var að Sigmundur Davíð væri búinn að missa tiltrú á verkefninu og þætti staða sín pínleg.