Fimmtudagur 07.11.2013 - 11:43 - FB ummæli ()

Skýrslan um róttækustu skuldaleiðréttingar veraldar!

Munnleg skýrsla forsætisráðherra ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks sem hann flutti á Alþingi í dag um róttækustu skuldaleiðréttingar veraldar, var vægast sagt rýr í roðinu.

Þeir sem hlýddu á skýrsluna voru engu nær um áætlanir stjórnarinnar um hvernig efna ætti eitt stærsta kosningaloforð allra tíma. Flestum var hins vegar ljóst það vantaði ákafa í ræðuna – Engu líkara var að Sigmundur Davíð væri búinn að missa tiltrú á verkefninu og þætti staða sín pínleg.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur