Nú hefur starfshópur ríkisstjórnarinnar sýnt á spilin í stærsta hagsmunamáli íslenskra heimila þ.e. afnámi verðtryggingarinnar .
Satt best að segja þá bjóst ég við að niðurstaðan yrði eitthvað í þá veru að stefnt yrði að því að minnka vægi verðtryggingarinnar smám saman m.a. með því að koma í veg fyrir að ný verðtryggð lán yrðu veitt og að eitthvert þak yrði sett á vexti verðtryggðra lána. Ríkisstjórnarflokkarnir myndu síðan reyna að teygja lopann og boða að nánari útfærslna væri að vænta á aðgerðunum síðar á kjörtímabilinu. Nei niðurstaða hópsins var afdráttarlaus þ.e. að það skuli festa verðtrygginguna í sessi um aldur og ævi, rétt eins og illræmt kvótakerfi í sjávarútvegi.
Helsta ástæðan sem lögð var til grundvallar fyrir niðurstöðunni var að ef verðtryggingin yrði tekin úr sambandi, þá myndi það leiða til þess að lánamarkaður botnfrysi og ekkert lánsfé yrði á lausu sem leiddi af sér kollsteypu og samdrátt.
Samandregið, þá er niðurstaðan sú að forsætisráðherra hefur enga trú á að komið verði á stöðugleika í efnahagslífinu og þar með á eigin efnahagsstefnu.