Nú berast fréttir af góðri veiði við Færeyjar. Um er að ræða fisk sem átti ekki að vera til samkvæmt framreikningi reiknisfiskifræðinnar – ekki frekar en makríllinn hér við land og sömuleiðis ekki ýsan sem veiðist í miklu magni. Góð ýsuveiði er eitt mesta vandamál íslenskra smábátasjómanna nú um stundir, svo undarlega sem það hljómar. Sjómenn komast ekki í róður vegna […]
Í kjölfar hrunsins var það vel þekkt iðja útrásarvíkinga að hóta málsókn þeim fréttamönnum sem leyfðu sér að fjalla um fjárglæfra þeirra sem bitnuðu harkalega á þorra almennings. Tilgangurinn var að þagga niður alla opinbera umfjöllun um myrkraverkin sem ekki þoldu dagsljósið. Nú berast fréttir af því að starfsmaður Háskóla Íslands Helgi Áss Grétarsson hafi […]
Nú hefur Lagastofnun Háskóla Íslands gefið út álitsgerð þar sem fullyrt er að Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hafi brotið lög þegar hann gaf rækjuveiðar frjálsar árið 2010. Það var að sjálfsögðu kostaður fræðimaður LÍÚ sem gerði álitsgerðina sem telur þéttskrifaðar heilar 25 blaðsíður. Í álitsgerðinni er hlaupið yfir að fjalla um dóm þar sem beinlínis er […]
Íslenskir fjölmiðlar með Morgunblaðið í broddi fylkingar hafa fjallað ítarlega og með mikilli meðaumkun um þá erfiðu daga sem íslenskar stórútgerðir ganga í gengum. Að mati forkólfa útgerðarmanna, þá hafa stjórnvöld búið atvinnugreininni svo harðneskjuleg skilyrði, að þeir hafa líkt stöðu sinni við aðstæður gyðinga á dögum þriðja ríkisins. Sömuleiðis eru dæmi um að þeir […]
Erfitt er að fá nokkurn botn í afstöðu LÍÚ og íslenskra stjórnvalda í viðræðum við Evrópusambandið og Norðmenn. Nú er lausn deilunnar sögð stranda á því að Norðmenn vilji veiða meira en ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknarráðsins segir til um. Ef allt væri með felldu þá ættu íslensk stjórnvöld að taka tillögum sem geta aukið gjaldeyristekjur þjóðarinnar fagnandi. […]
Ríkisstjórninni með sjálfan Framsóknarflokkinn í fararbroddi virðist ekki liggja neitt á að framfylgja kosningaloforðum sínum um að aflétta umsátursástandi um heimilin og koma hjólum atvinnulífsins af stað. Ekkert frumvarp hefur séð dagsins ljós um aðgerðir í þágu heimilanna, þó svo mánuður sé liðinn af árinu 2014. Nú er nýhafin kjördæmavika og því litlar líkur á […]