Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 28.11 2012 - 22:32

Upphlaupið og Íbúðalánasjóður

Nú gengur yfir samfélagið umræðualda um stöðu Íbúðalánasjóðs og er nánast upphlaup í Kauphöllinni, Alþingi og í fjölmiðlum. Ástæðan fyrir æsingnum er nýlegt viðtal við þingkonu Samfylkingarinnar, sem í viðtali við útlendinga, minntist á að mögulega þyrfti Íbúðalánasjóður að rifta gerðum lánasamningum. Í raun er ekkert nýtt í málinu og fátt nýtt sem útskýrir lætin. Umtalaður vandi […]

Sunnudagur 04.11 2012 - 15:13

Að uppnefna gagnrýna umræðu sem skítadreifingu

Formaður Besta flokksins skrifar langa grein undir fyrirsögninni „drepum á skítadreifurum“.  Í greininni fer Guðmundur Steingrímsson eins og köttur í kringum heitan graut við að rökstyðja að þjóðin á áfram að búa við verðtryggingu og óbreytt kvótakerfi, hann er á móti niðurfærslu lána hjá almenningi og hann telur að lagning rafstrengs til Evrópu sé töfralausnin […]

Miðvikudagur 24.10 2012 - 22:56

Peningana frekar í börnin en kerfisvarðhunda

Á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar lagði ég til að sveitarfélagið léti af þeirri ætlan að ganga í samtök sem kalla sig Samtök sjávarútvegssveitarfélaga. Stjórn samtakanna er að mestu skipuð harðsvíruðum fylgismönnum kvótakerfisins en formaður samtakanna er Svanfríður Inga Jónasdóttir á Dalvík. Með stofnun samtakanna er einsýnt að verið er að stofna enn eitt vígið til þess að koma […]

Sunnudagur 21.10 2012 - 11:47

Fyrirskipunum Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs hafnað

Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru mjög afgerandi og jákvæð.  Fólkið kaus með breytingum og að tryggt verði að auðlindir s.s. fiskveiðiauðlindin verði áfram í eigu þjóðarinnar.  Niðurstaðan var þvert á fyrirskipanir tvíeykisins Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en þeir gáfu út þá línu að frumvarpinu skyldi hafnað. Fólk sá í gegnum röklausan málflutning flokksformannanna til stuðnings […]

Þriðjudagur 09.10 2012 - 23:35

Billegur Bjarni Ben

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gefið út þá línu til liðsmanna sinna að þeir eigi að segja nei við nýrri stjórnarskrá í kosningunum 20. október næstkomandi. Hann hefur hins vegar hvorki bent á neina grein í nýju stjórnarskránni sem fer fyrir brjóstið á honum, né rökstutt skoðun sína með einum eða neinum hætti. Hann hefur heldur […]

Föstudagur 05.10 2012 - 23:26

Elliði bragðar á eigin meðali

Elliði Vignisson var um árabil einn harðasti talsmaður algerlega frjáls framsals á veiðiheimildum. Nú er öldin önnur og orðið hefur alger viðsnúningur á skoðunum Elliða til frjáls framsals kvótakerfisins. Ef málið væri ekki jafn alvarlegt og raun ber vitni, og í raun sorglegt, mætti eflaust hlæja að því. Fyrir örfáum árum þegar Elliði taldi að […]

Miðvikudagur 03.10 2012 - 22:24

Ásbjörn Óttarsson sló bjartan tón!

Í vikunni sótti ég fund þingmanna Norðvesturkjördæmis, sem haldinn var fyrir sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra. Fundurinn stefndi í það að verða hefðbundinn rétt eins og útvarpsmessa á sunnudagsmorgni, þar sem fátt nýtt gerist. Rætt var um refaveiðar og vegagerð og Guðbjartur flutti sína gamalkunnu predikun um að hér hefði hefði orðið hrun í boði Sjálfstæðisflokksins. Boðskapurinn […]

Þriðjudagur 02.10 2012 - 12:11

Súlan og raunveruleikinn

Með hruni hefði mátt búast við að kerfi, sem brugðust, væru endurskoðuð í stað þess að þau væru stagbætt. Eitt þeirra kerfa, sem brást algerlega, eru lífeyrissjóðirnir, sem studdu við og fjármögnuðu útrásarvíkingana. Tap lífeyrissjóðanna var gífurlegt á samkrullinu við fjárglæframennina og ekki sér fyrir endann á því hversu mikið tapið verður. Það ætti að […]

Miðvikudagur 26.09 2012 - 00:21

Ögmundur, hvort er alvarlega að brjóta lögin eða grípa ekki inn í?

Stjórnkerfið er í gríðarlegri kreppu. Fjármálastofnanir virða ekki dóma Hæstaréttar, álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna er sett til hliðar og Ríkisendurskoðun lítur á það sem sitt hlutverk að leyna þjóðina í stað þess að upplýsa. Reyndar er það svo að hjá Ríkisendurskoðun hafa lengi viðgengist undarleg vinnubrögð. Til dæmis að gefa út torræðar skýrslur um augljósa spillingu við einkavæðingu bankanna […]

Laugardagur 22.09 2012 - 00:19

Að væla í Jóhönnu

Það er skringilegt að horfa upp á þá lífeyrisforstjórana Gylfa Arnbjörnsson og Vilhjálm Egilsson væla í Jóhönnu Sigurðardóttur, af öllum manneskjum, yfir því að aðgerðir eða aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar kippi stoðum undan kjarasamningum. Þeir félagarnir þurfa enga aðstoð eða hjálp þegar þeir sitja saman í lífeyrissjóðunum að braska með lífeyri landsmanna, þar sem þeir eru í […]

Höfundur

Sigurjón Þórðarson
Líffræðingur og sveitarstjórnarmaður á Sauðárkróki.
RSS straumur: RSS straumur