Einn efnilegasti þingmaður landsins, Helgi Hrafn Gunnarsson, fullyrti í dag að menn rifust ekki við stærðfræði í tengslum við ákvörðun um makrílveiðar. Tölvuvæddi píratinn virðist ekki hafa áttað sig á því, frekar en margur annar í þjóðfélaginu, að málið snýst ekki um stærðfræði heldur líffræði. Sú veiðiráðgjöf sem Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur byggt á byggist á reiknisfiskifræði […]
Í fréttum, m.a. á RÚV og Vísi, hefur verið talsverð umfjöllun um fækkun frystitogara. Einkennilegt er að í umfjöllun fjölmiðla sé algerlega hlaupið yfir þá staðreynd að helsti hagræni hvati útgerðanna fyrir breytingunni er gríðarleg lækkun á launum sjómanna. Breytingarnar gera sjávarútvegsfyrirtækjunum kleift að komast hjá því að gera upp við sjómenn á grundvelli raunverulegs afurðaverðs […]
Það er virkilega gott framtak hjá Víglundi Þorsteinssyni sem hefur verið einn helsti áhrifamaður í Samtökum atvinnulífsins að upplýsa um ruglandann í kjölfar hrunsins. Ráðamenn sömdu þá um Icesave og sýndu erlendum kröfuhöfum mikla gæsku. Ráðamenn veittu sömuleiðis ríkulegar afskriftir og skattaafslátt til handa fjárglæframönnum. Víglundur Þorsteinsson hleypur í umfjöllun sinni einhverra hluta vegna yfir þá […]
Af einhverri furðulegri ástæðu sem enginn áttar sig á hefur Sjálfstæðisflokkurinn sem á tyllidögum kennir sig við frjálsan markað tekið ástfóstri við eitt einokunarkerfi í sjávarútvegi. Ég hlustaði á Illuga Gunnarsson á Útvarpi Sögu í gær reyna að rökstyðja að það þyrfti að breyta nánast og endurskipuleggja flest annað en kvótakerfið í sjávarútvegi. Hann ætti þó að þekkja […]
Yfirlýsing þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns Vestnorræna ráðsins um að helstu viðskiptalönd Íslands væru óþolandi kom í sjálfu sér alls ekki á óvart, svo undarlegt sem það nú er. Stjórnarflokkarnir hafa nefnilega farið þá leið að magna upp einhverja óbeit á Evrópusambandinu í stað þess að rökstyðja það af yfirvegun að Íslandi sé betur borgið utan […]
Á fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar lagði ég til að sveitarfélagið léti af þeirri ætlan að ganga í samtök sem kalla sig Samtök sjávarútvegssveitarfélaga. Stjórn samtakanna er að mestu skipuð harðsvíruðum fylgismönnum kvótakerfisins en formaður samtakanna er Svanfríður Inga Jónasdóttir á Dalvík. Með stofnun samtakanna er einsýnt að verið er að stofna enn eitt vígið til þess að koma […]
Ráðamenn eru þeir einu sem geta breytt leikreglum og tekið þá úr ábyrgðarstöðum sem beita borgarana órétti og þvingunum. Þingmenn stjórnarinnar virðist ekki átta sig á því að hún var kosin til breytinga en ekki til þess að horfa á atburðarásina með hendur í skauti. Það hvernig bankarnir hafa komist upp með að virða að vettugi dóm Hæstaréttar […]