Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 16.10 2012 - 10:38

Heift Gunnars Helga gegn persónukjöri

Á þriðjudaginn í síðustu viku var Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, í viðtali í Speglinum um tillögu Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.  Þar var hann meðal annars spurður um ákvæði um persónukjör í tillögunni, og svaraði svo: „Niðurstaða allra þroskaðra lýðræðiskerfa er að flokkar gegni hlutverki í lýðræðislegum stjórnmálum sem ekki sé hægt að komast fram hjá.  Þannig […]

Sunnudagur 14.10 2012 - 11:56

Jafnréttisstyrkir til landsbyggðarkarla

Jónína Rós Guðmundsdóttir þingmaður bendir í dag á þann kynjahalla sem er viðvarandi á landsbyggðinni, þar sem konur, sérstaklega ungar konur, flytja í miklu meiri mæli í þéttbýlið en karlar.  Ekki er ótrúlegt að þetta stafi meðal annars af því að konur fara miklu frekar í háskólanám en karlar; fjöldi kvenna í háskólanámi mun vera um tvöfaldur […]

Þriðjudagur 09.10 2012 - 10:04

Dagur B. Eggertsson og OR-skýrslan

Í gær fékk ég fréttir af því, eftir krókaleiðum, að ef til vill væri ekki allt eins og það ætti að vera varðandi úttektina á Orkuveitu Reykjavíkur, en skýrslan um úttektina var afhent borgarstjóra í síðustu viku.  Það á svo að kynna hana á miðvikudag fyrir „eigendum“, þ.e.a.s. þeim sem fara með eigendavaldið í þessu […]

Laugardagur 06.10 2012 - 16:05

Jón, Séra Jón, Gnarr-Jón og valdið sem spillir

Fáum virðist finnast það tiltökumál sem ég gerði að umræðuefni í pistli í gær, hvernig fólk í valdastöðum á Íslandi heldur leyndum upplýsingum sem almenningur ætti að fá aðgang að um leið og valdafólkið.  Mér finnst þetta satt að segja ein versta blindan þegar kemur að þeim kröfum sem fólk leyfir sér að hafa í […]

Föstudagur 05.10 2012 - 12:25

Georg Bjarnfreðarson og OR-skýrslan

to borgarstjori, Kristín Sæl Kristín Takk fyrir póstinn.  Ég er svolítið svekktur yfir því að Georg skuli hafa tekist að læsa Jón inni á klósetti og láta svo starfsmann á plani senda mér „svar“ með engum viðbrögðum við því sem ég var að reyna að benda á, heldur bara úrklippu úr afsökunarsafninu sem hann lærði utanað í […]

Fimmtudagur 04.10 2012 - 11:32

Á Jón Gnarr Orkuveitu Reykjavíkur?

Það var verið að klára skýrslu um úttekt á starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur.  Orkuveitan fór úr því að vera eitt stöndugasta fyrirtæki landsins, með algerlega pottþéttar og fyrirsjáanlegar tekjur, í að verða nánast gjaldþrota.  Orkuveitan er enn stórskuldug, sem meðal annars hefur leitt til gríðarlegra hækkana á orkuverði til almennings.  Í þessari frétt segir um skýrsluna: „Skýrsla úttektarnefndarinnar […]

Laugardagur 29.09 2012 - 11:55

Sigmundur Davíð, elítan og almenningur

Í nýlegu viðtali DV við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sagði hann meðal annars þetta, um auðæfi sín, sem munu nema ríflega hálfum milljarði króna, eða um það bil tvöhundruð ára nettólaunum meðalíslendingsins: „Þó verður maður að viðurkenna að það veitir manni ákveðið öryggi. Kosturinn er sá að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af því þótt maður […]

Þriðjudagur 25.09 2012 - 20:11

Fyrirlitning Ögmundar á mannréttindum

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í útvarpi í kvöld, varðandi endursendingu írasks hælisleitanda til Noregs: „Ég hygg að norskir aðilar sendi ekki menn í opinn dauðan eða bráða lífshættu.  Við verðum að treysta því alla vega að svo sé og þá væri það hreinlegra fyrir okkur að ganga út úr þessu Dyflinnarsamkomulagi.“ Hér fer Ögmundur með rangt mál, […]

Þriðjudagur 25.09 2012 - 11:28

Spillingin, fúskið og fjórflokkurinn

Tvær fréttir í gær voru um frekar ógeðfellda hluti: Annars vegar um hundruða milljóna sjálftöku slitastjórna, hins vegar um tvö þúsund og fjögur hundruð prósenta framúrkeyrslu við gerð hugbúnaðarkerfis (sem þar að auki hefur enn ekki verið klárað, þrátt fyrir yfirlýst verklok).  Til að bíta höfuðið af skömminni fylgdu í kjölfarið yfirlýsingar frá embættismönnum um […]

Föstudagur 14.09 2012 - 20:44

Hið ómeðvitaða samsæri heimskunnar

Þótt ég sé með hálfgert ofnæmi fyrir hnyttnum tilvitnunum, vegna þess hve þær eru ofnotaðar (ekki síst ef maður ferðast um á Facebook), þá á ég mér samt uppáhalds „tilvitnun“.  Hún er svona á ensku: „Never attribute to conspiracy what can be adequately explained by stupidity“.  Þessu mætti snara svo á íslensku: „Ekki líta á […]

Höfundur

Einar Steingrímsson
Nánar um höfund ...
RSS straumur: RSS straumur