Evrópuþingið hefur gert 23. ágúst að minningardegi um fórnarlömb alræðisstefnunnar, kommúnisma og nasisma. Þennan dag árið 1939 gerðu þeir Hitler og Stalín griðasáttmála og skiptu þar á milli sín Evrópu. Næstu tvö árin voru þeir bandamenn, og gekk Stalín jafnvel svo langt að hann afhenti Hitler ýmsa þýska kommúnista sem hann hafði haft í haldi. […]
Fréttablaðið hefur með tilvísun til upplýsingalaga beðið um afrit af bréfaskiptum vegna skýrslu minnar fyrir fjármálaráðuneytið. Ég hef ekkert við það að athuga, og hér eru bréfin (ég sleppi stuttum skeytum um, hvenær menn geti náð hver í annan í síma, ávörpum og kveðjuorðum o. sv. frv.). Heiðar Örn Sigurfinnsson á RÚV sendir bréf til […]
Sárt er að sjá grandvaran embættismann, Ingimund Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóra, sæta ómaklegum árásum fyrir það, að Seðlabankinn hefur fylgt fordæmi norska seðlabankans og falið honum ýmis verkefni, sem hann er manna best fær um að leysa. Stundin segir Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hann og hinir tveir seðlabankastjórarnir fyrir bankahrun […]
Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg er líkt og hús flestra annarra seðlabanka heims smíðað eins og virki, og sést þaðan vítt um sjó og land. Mikið var um að vera í þessu virki í sumarblíðunni fimmtudaginn 31. júlí 2008. Seðlabankastjórarnir þrír, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, hittu tvo fulltrúa breska fjármálaeftirlitsins, Michael Ainley og […]
Nýlegar athugasemdir