Færslur fyrir ágúst, 2018

Laugardagur 25.08 2018 - 07:12

Hvað sagði ég í Tallinn?

Evrópuþingið hefur gert 23. ágúst að minningardegi um fórnarlömb alræðisstefnunnar, kommúnisma og nasisma. Þennan dag árið 1939 gerðu þeir Hitler og Stalín griðasáttmála og skiptu þar á milli sín Evrópu. Næstu tvö árin voru þeir bandamenn, og gekk Stalín jafnvel svo langt að hann afhenti Hitler ýmsa þýska kommúnista sem hann hafði haft í haldi. […]

Þriðjudagur 14.08 2018 - 18:27

Bréfaskipti vegna skýrslu til fjármálaráðuneytisins

Fréttablaðið hefur með tilvísun til upplýsingalaga beðið um afrit af bréfaskiptum vegna skýrslu minnar fyrir fjármálaráðuneytið. Ég hef ekkert við það að athuga, og hér eru bréfin (ég sleppi stuttum skeytum um, hvenær menn geti náð hver í annan í síma, ávörpum og kveðjuorðum o. sv. frv.). Heiðar Örn Sigurfinnsson á RÚV sendir bréf til […]

Laugardagur 11.08 2018 - 17:43

Engin vanræksla

Sárt er að sjá grandvaran embættismann, Ingimund Friðriksson, fyrrverandi seðlabankastjóra, sæta ómaklegum árásum fyrir það, að Seðlabankinn hefur fylgt fordæmi norska seðlabankans og falið honum ýmis verkefni, sem hann er manna best fær um að leysa. Stundin segir Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið hafa komist að þeirri niðurstöðu, að hann og hinir tveir seðlabankastjórarnir fyrir bankahrun […]

Laugardagur 04.08 2018 - 14:43

Fyrir réttum tíu árum

Hús Seðlabankans við Kalkofnsveg er líkt og hús flestra annarra seðlabanka heims smíðað eins og virki, og sést þaðan vítt um sjó og land. Mikið var um að vera í þessu virki í sumarblíðunni fimmtudaginn 31. júlí 2008. Seðlabankastjórarnir þrír, Davíð Oddsson, Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson, hittu tvo fulltrúa breska fjármálaeftirlitsins, Michael Ainley og […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir