Laugardagur 22.09.2018 - 08:31 - Rita ummæli

Villan í leiðréttingu Soffíu Auðar

Um síðustu helgi benti ég á tvær yfirsjónir í nýlegri ritgerð Soffíu Auðar Birgisdóttur um kvæðabálk Þórbergs Þórðarsonar, Marsinn til Kreml. Þórbergur hafði sett vísuorð á þýsku inn í bálkinn: „Wenn das Judenblut von Messer spritzt/denn geht uns nochmals so gut.“ Þegar gyðingablóðið spýtist úr hnífnum, þá gengur okkur hálfu betur. Neðanmáls kvað Þórbergur orðin vera úr Horst Wessel-söngnum.

Önnur yfirsjón Soffíu Auðar var smávægileg, að í fyrri vísuorðinu á að vera vom, en ekki von, og sjá þýskumælandi menn það á augabragði. Hin er stærri, að vísuorðin eru ekki úr Horst Wessel-söngnum, heldur úr einu hergöngulagi, „Sturmlied,“ stormsveita nasista, SA. Í næsta tölublaði, 17. september, viðurkenndi Soffía Auður yfirsjónir sínar, en sagði mig sjálfan hafa gert villu. Vísuorðin væru alls ekki úr „Sturmlied“ SA-sveitanna, en það væri eftir Dietrich Eckhard.

Því miður er þessi „leiðrétting“ Soffíu Auðar ekki rétt, og hefði komið sér vel fyrir hana að kunna þýsku. Sturmlied er hér samnafn, ekki sérnafn, og merkir blátt áfram stormsveitarsöng. Það villir eflaust Soffíu Auði sýn, að öll nafnorð eru með stórum staf í þýsku, ekki sérnöfnin ein. Söngurinn, sem vísuorðin eru úr, er í mörgum þýskum heimildum kallaður „Sturmlied“. Til dæmis má nefna bókina Die Weimarer Republik (Hannover: Fackelträger Verlag, 1982), bls. 214, og bækling, sem þýsk gyðingasamtök gáfu út í apríl 1932: „Welch eine Schande, daß es möglich ist, daß junge Menschen Lieder singen, wie es in einem „Sturmlied“ der SA heißt: und wenn das Judenblut vom Messer spritzt, dann geht’s noch mal so gut.“ Það er til skammar, að ungt fólk skuli geta sungið söngva eins og „Sturmlied“ SA: og þegar gyðingablóðið spýtist úr hnífnum, þá gengur okkur hálfu betur.

Soffía Auður hefur líklega flett upp orðinu „Sturmlied“ í Wikipediu á ensku og þá rekið augun í söng Eckhards. En hann kemur málinu ekki við.

(Fróðleiksmoli í Morgunblaðinu 22. september 2018.)

Flokkar: Óflokkað

«
»

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af einum og átta? Svar:

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir