Í 20. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Engan má skipa embættismann, nema hann hafi íslenskan ríkisborgararétt.“ Vitanlega gilda sömu hæfiskilyrði um setningu í embætti. Ef maður er vanhæfur til skipunar, þá er hann vanhæfur til setningar og það í eitt æðsta embætti landsins, þar sem öllu varðar að gæta hagsmuna þjóðarinnar gagnvart öðrum. Þegar vinstri stjórn Jóhönnu […]
Dagana 14.–15. nóvember 2019 sat ég ráðstefnu í Poitiers í Frakklandi um Jan Valtin, öðru nafni Richard Krebs. Fáir kannast nú eflaust við þessi nöfn, en sjálfsævisaga Valtins, Úr álögum (Out of the Night), var metsölubók í Bandaríkjunum árið 1941 og olli áköfum deilum, því að þar sagði höfundur frá erindrekstri sínum fyrir alþjóðahreyfingu kommúnista. […]
Dagana 13.–14. nóvember 2019 sat ég ráðstefnu í Vínarborg um austurrísku hagfræðihefðina, sem Carl Menger var upphafsmaður að, en innan hennar störfuðu einnig Eugen von Böhm-Bawerk, einn skarpskyggnasti gagnrýnandi marxismans, Ludwig von Mises og Friedrich A. Hayek. Ég var beðinn um að flytja erindi á ráðstefnunni, og skoðaði ég hugmyndatengsl Mengers og Hayeks. Menger velti […]
Viktor Orri Valgarðsson stjórnmálafræðingur skrifaði á Facebook frá Bretlandi: Today in Iceland, several conservative commentators are making the case that bribery and tax evasion is not too serious, just a natural consequence of government being corrupt and hard-working rich people wanting to increase their profits, and that government ministers being in close relationships with those […]
Dagana 7.–10. nóvember 2019 sat ég ráðstefnu evrópskra íhaldsmanna og umbótasinna, sem haldin var í Kænugarði í Úkraínu og helguð sambandi Úkraínu við önnur Evrópulönd. Ég var beðinn um að segja nokkur orð á ráðstefnunni, og benti ég fyrst á, að Ísland og Úkraína væru mjög ólík lönd, en bæði þó á útjaðri Evrópu. Ég […]
Berlínarmúrinn féll fyrir réttum þrjátíu árum, en sigur Vesturveldanna í Kalda stríðinu var ekki síst að þakka festu, framsýni og hyggindum þeirra Ronalds Reagans og Margrétar Thatchers. Þó var sagt fyrir um þessi endalok löngu áður í bók, sem kom út í Jena í Þýskalandi 1922, Die Gemeinwirtschaft eftir Ludwig von Mises, en þar rökstuddi […]
Undanfarnar vikur hef ég sökkt mér niður í rit eftir og um Snorra Sturluson og þá rekist á tvær þrálátar missagnir. Önnur er, að hann hafi í utanför sinni til Noregs og Svíþjóðar 1218–1220 heitið þeim Hákoni Hákonarsyni konungi og Skúla Bárðarsyni jarli að koma Íslandi undir Noregskonung. Þetta er gefið í skyn í ritum […]
Nýlegar athugasemdir