Færslur fyrir júní, 2020

Laugardagur 27.06 2020 - 05:55

Frelsi Loka ekki síður en Þórs

Almannaveitur upplýsinga, eins og óhætt er að kalla Facebook, Twitter og Amazon, eru teknar upp á því ritskoða fólk, vegna þess að það er talið hafa fráleitar eða ógeðfelldar skoðanir, þótt ekki sé að vísu alltaf full samkvæmni í þeirri ritskoðun. Full ástæða er til að spyrna hér við fótum. Frelsið er líka frelsi til […]

Laugardagur 20.06 2020 - 07:09

Stofnanaklíkur

Í Aldarsögu Háskóla Íslands er kafli eftir Guðmund Hálfdanarson prófessor um dósentsmálið 1937. Ráðherra skipaði Sigurð Einarsson dósent í guðfræði, þótt dómnefnd hefði mælt með öðrum. Hafði ráðherrann sent einum virtasta guðfræðingi Norðurlanda úrlausnir allra umsækjenda og sá talið Sigurð bera af og raunar einan hæfan. Kveður Guðmundur ekkert benda til, að sérfræðingurinn hafi vitað, […]

Laugardagur 13.06 2020 - 17:55

Þrælahald í sögu og samtíð

Adam Smith taldi þrælahald óhagkvæmt með þeim einföldu rökum, að þræll væri miklu meira virði sem frjáls maður, því að þá hefði hann hag af því að finna og þroska hæfileika sína í stað þess að leyna þeim fyrir eiganda sínum. Þetta vissi Snorri Sturluson líka og færði í letur söguna af Erlingi Skjálgssyni, sem […]

Laugardagur 06.06 2020 - 07:34

Mældu rétt! Mæltu rétt!

Þegar Skúli Magnússon var búðardrengur hjá einokunarkaupmanninum danska og mældi út vöru, kallaði kaupmaður jafnan: Mældu rétt, strákur! Hann átti við hið öfuga, að Skúli skyldi halla á viðskiptavinina, ekki mæla rétt. Þeir, sem nota vildarorð í umræðum, fara að ráði danska kaupmannsins. Þeir útvega sér forgjöf. Þeir neita að mæla rétt. Þeir reyna að […]

Höfundur

Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og hefur verið gistifræðimaður við fjölmarga erlenda háskóla, þar á meðal Stanford-háskóla og UCLA. Hann fæddist 1953, lauk doktorsprófi í stjórnmálafræði frá Oxford-háskóla 1985 og er höfundur fjölmargra bóka um stjórnmál, sögu og heimspeki á íslensku, ensku og sænsku.


Nýjustu bækur hans eru Twenty Four Conservative-Liberal Thinkers, sem hugveitan New Direction í Brüssel gaf út í tveimur bindum í árslok 2020, Bankahrunið 2008 og Communism in Iceland, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gaf út árið 2021, og Landsdómsmálið, sem Almenna bókafélagið gaf út í desember 2022. Hann hefur gefið út átta bókarlangar skýrslur á ensku. Sjö eru fyrir hugveituna New Direction í Brüssel: The Nordic Models og In Defence of Small States (2016); Lessons for Europe from the 2008 Icelandic Bank Collapse, Green Capitalism: How to Protect the Environment by Defining Property Rights og Voices of the Victims: Towards a Historiography of Anti-Communist Literature (2017); Why Conservatives Should Support the Free Market og Spending Other People’s Money: A Critique of Rawls, Piketty and Other Redistributionists (2018). Ein skýrslan er fyrir fjármálaráðuneytið, Foreign Factors in the 2008 Bank Collapse (2018). Hann er ritstjóri Safns til sögu kommúnismans, ritraðar Almenna bókafélagsins um alræðisstefnu, en nýjasta bókin í þeirri ritröð er Til varnar vestrænni menningu: Ræður sex rithöfunda 1950–1958. Árin 2017 og 2018 birtust eftir hann þrjár ritgerðir á ensku um frjálshyggju á Íslandi, Liberalism in Iceland in the Nineteenth and Twentieth Centuries, Anti-Liberal Narratives about Iceland 1991–2017 og Icelandic Liberalism and Its Critics: A Rejoinder to Stefan Olafsson.  

RSS straumur: RSS straumur

Nýlegar athugasemdir