Almannaveitur upplýsinga, eins og óhætt er að kalla Facebook, Twitter og Amazon, eru teknar upp á því ritskoða fólk, vegna þess að það er talið hafa fráleitar eða ógeðfelldar skoðanir, þótt ekki sé að vísu alltaf full samkvæmni í þeirri ritskoðun. Full ástæða er til að spyrna hér við fótum. Frelsið er líka frelsi til […]
Í Aldarsögu Háskóla Íslands er kafli eftir Guðmund Hálfdanarson prófessor um dósentsmálið 1937. Ráðherra skipaði Sigurð Einarsson dósent í guðfræði, þótt dómnefnd hefði mælt með öðrum. Hafði ráðherrann sent einum virtasta guðfræðingi Norðurlanda úrlausnir allra umsækjenda og sá talið Sigurð bera af og raunar einan hæfan. Kveður Guðmundur ekkert benda til, að sérfræðingurinn hafi vitað, […]
Adam Smith taldi þrælahald óhagkvæmt með þeim einföldu rökum, að þræll væri miklu meira virði sem frjáls maður, því að þá hefði hann hag af því að finna og þroska hæfileika sína í stað þess að leyna þeim fyrir eiganda sínum. Þetta vissi Snorri Sturluson líka og færði í letur söguna af Erlingi Skjálgssyni, sem […]
Þegar Skúli Magnússon var búðardrengur hjá einokunarkaupmanninum danska og mældi út vöru, kallaði kaupmaður jafnan: Mældu rétt, strákur! Hann átti við hið öfuga, að Skúli skyldi halla á viðskiptavinina, ekki mæla rétt. Þeir, sem nota vildarorð í umræðum, fara að ráði danska kaupmannsins. Þeir útvega sér forgjöf. Þeir neita að mæla rétt. Þeir reyna að […]
Nýlegar athugasemdir